Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 63
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
61
Einar fyrir fundarmönnum, en þá komst hann svo að orði, að þátttaka
Einars í fundi þeirra leiðtoganna hefði gætt hann sérstökum virðuleika-
blæ.
✓
I mótbyr og meðbyr
Eitt það fyrsta, sem gert var eftir stofnun Sósíalistaflokksins, var að
stækka Þjóðviljann. Hann varð aðalmálgagn hins nýja flokks, og Sig-
fús Sigurhjartarson, nánasti samherji Héðins, varð ritstjóri blaðsins
asamt Einari. Á næstu mánuðum var unnið kappsamlega að því að
byggja upp flokkinn. Flokksfélag var stofnað í Reykjavík í byrjun
aóvember, og voru félagsmenn orðnir um eitt þúsund hálfum mánuði
síðar. I byrjun árs 1939 voru félagar í flokknum orðnir um 2300, svo
að hann stóð vel undir nafni sem fjöldaflokkur sósíalista.0 í fjarveru
Héðins Valdimarssonar kom í hlut Einars að flytja útvarpsávarp 1.
desember 1938 á 20 ára afmæli fullveldisins. Þar vék hann sérstaklega
að þeirri hættu, sem hann taldi íslandi geta stafað af Þýskalandi nas-
■smans. Hann lagði til, að íslendingar færu fram á það við fjögur ríki,
h-agland, Frakkland, Bandaríkin og Sovétríkin, að þau lýstu yfir því að
þau skoðuðu árás á ísland sem árás á sig og tækju þannig að sér vernd
Islands. Með slíkri skipan yrði hlutleysisyfirlýsingunni frá 1918 komið
a öruggari grundvöll án þess að sjálfstæði landsins skertist. Til við-
bótar því starfi, sem unnið var við að skipuleggja og efla flokkinn, var
^eginverkefni hans fyrsta árið að vinna að því að sameina öll
ýerkalýðsfélög utan ASÍ í óháðu verkalýðssambandi. Um þetta mál
ahu sósíalistar samvinnu við verkamenn, er fylgdu Sjálfstæðis-
Eokknum að málum.
Um þessar mundir mótuðust baráttuaðstæður verkalýðshreyfingar-
lnnar að öðru leyti mjög af stefnu þjóðstjórnarinnar, sem svo hefur
^erið nefnd. Þetta var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
*°kks og Alþýðuflokks, sem mynduð var vorið 1939 undir forsæti
Eermanns Jónassonar. Hún hóf feril sinn með því að lækka gengi
ónunnar um 18%, en batt síðan í lög bann við öllum grunnkaups-
b^ekkunum í eitt ár. Jafnframt var kveðið svo á, að dýrtíðaruppbót
f^yldi einungis nema 75% af þeim verðhækkunum sem mældust. Þessi
auPbinding var síðar framlengd til ársloka 1940.