Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 17
andvari
EINAR OLGEIRSSON
15
haustið, 7. nóvember 1917, var hann heimavið að taka á móti sverði,
sem tekinn hafði verið upp um sumarið og verið var að koma fyrir í
geymslu. Þar sem Einar er að atast í sverðinum, berst honum í hendur
fregnmiði frálslendingi, þar sem sagði, að nú hefðu maxímalistar tekið
völdin í Rússlandi. Engin skil kunni Einar á þeim hópi, sem þarna var
nefndur til sögu, en síðar las hann í Lögréttu, að þar færu róttækir sósí-
alistar, sem hefðu verið á móti stríðinu og hvettu nú alþýðu allra landa
til að rísa upp og knýja fram frið.4) Ekkert hugboð hafði hann heldur á
þeirri stundu um það, hvaða áhrif þessi atburður átti síðar eftir að hafa
á æviferil hans allan og lífsstefnu.
Menntaskólaárin
Að gagnfræðaprófi loknu stóð hugur Einars til frekara náms, en efni
foreldra hans leyfðu það ekki. Þá háttaði svo til, að Menntaskólinn í
Reykjavík var eini menntaskólinn í landinu og efnalitlu fólki, einkum
á landsbyggðinni, örðugt um vik að styðja börn sín til framhaldsnáms.
Það var um haustið 1918, að Einari opnaðist tækifæri til að svala
nienntaþrá sinni, þegar móðurbróðir hans, Páll Gíslason, kaupmaður í
Kaupangi við Lindargötu í Reykjavík, bauð honum að borða og eftir
fyrsta veturinn að búa hjá sér. Fyrsta veturinn, þegar Einar sat í 4.
bekk, leigði hann hinsvegar herbergi að Laugavegi 21 ásamt Stefáni
Pjeturssyni frá Húsavík, sambekkingi sínum.0
Námsár Einars í menntaskólanum bar upp á rektorstíð Geirs Zoéga,
en hann gegndi því embætti frá 1913-1928. Haustið 1918 hófu 144
nemendur nám við skólann. Af þeim hópi hurfu 33 frá námi fyrir vorið,
sumir vegna fjárhagserfiðleika af völdum þeirrar miklu dýrtíðar, sem
þá geisaði í landinu og lék margan námsmanninn grátt. Aðrir hröktust
frá námi vegna spænsku veikinnar, en sú skæða drepsótt herjaði í
bænum þá um haustið, og féll skólahald í menntaskólanum niður um
eins mánaðar skeið af hennar völdum. Þótt sóttin legði á þriðja
hundrað bæjarbúa í valinn, var sú gæfa yfir nemendum og kennurum
skólans, að enginn þeirra lést úr veikinni.2) Þeir félagarnir, Einar og
Stefán, tóku báðir veikina og lágu um tíma við þriðja mann í einu her-
bergi, hver í sínu horninu.
Hinn 1. desember 1918 endurheimtu íslendingar fullveldi sitt.