Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 165
JÓN Þ. ÞÓR
Glataður sonur fræðagyðjunnar?
Ritstörf og frœðimennska dr. Valtýs Guðmundssonar
i
í ritum um sögu íslands á ofanverðri 19. öld og öndverðri 20. öld er dr. Valtýs
Guðmundssonar jafnan getið í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna gegn Dön-
um, og leikur vart á tvennu, að þekktastur er hann fyrir stefnu sína í stjórn-
arskrármálinu, valtýskuna svonefndu. Valtýr var fyrst kosinn á þing áiið
1894 og átti þar sæti, með litlum hléum, í tæpa tvo áratugi, til 1913. Allan
þann tíma, og reyndar mun lengur, gegndi hann kennarastöðu í íslenskum
bókmenntum og sögu við Hafnarháskóla og var þannig í forystusveit á
fræðasviði sínu. Þar var hann þó mun minna áberandi en samtímamaðui hans
°g samkennari, dr. Finnur Jónsson, og sú skoðun hefur orðið býsna lílseig,
að ef undan er skilin doktorsritgerðin, sem út kom árið 1889, hafi Valtýr af-
rekað harla fátt á akri íslenskrar sögu og fræða. Hafa sumir hölundai tekið
svo djúpt í árinni að segja hlutverk hans í fræðunum örsmátt,1 aðrir hafa lit-
ið á hann nánast sem glataðan son fræðagyðjunnar, mann sem með glæsileg-
um námsárangri hafi ungur komist til metorða og gefið fögur tyrirheit, en
síðan villst inn á eyðimörk stjórnmálanna og ekki náð að uppfylla þær von-
ir, sem við hann voru bundnar sem vísindamann.
í þessari ritgerð er ætlunin að hyggja að þeim þáttum í ævistarfi dr. Valtýs
Guðmundssonar, sem minnst hafa verið kannaðir áður, fræðimennsku hans,
útgáfu- og ritstörfum. Verður fyrst hugað að ritum Valtýs, bókum og ritgeið-
um, sem hann birti í ýmsum tímaritum og afmælisritum, öðrum en Eimreið-
itini. Því næst verður rætt um útgáfu Eimreiðarinnar og helstu ritsmíðar
Valtýs, sem þar birtust.
II
Valtýr Guðmundsson lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla vorið 1883 og
hélt til náms við Hafnarháskóla þá um haustið. Eins og flestir íslenskir Hafn-
arstúdentar þess tíma fékk hann vist á Garði og garðstyrk. Hann innritaðist í