Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 57
andvari
EINAR OLGEIRSSON
55
fengu ekkert svar. í ljósi þess, hvernig samskiptum flokkanna hafði
verið háttað, koma þau viðbrögð ekki á óvart. Vorið 1935 lögðu
kommúnistar til, að flokkamir efndu til sameiginlegrar kröfugöngu 1.
maí. Forysta Alþýðuflokksins hafnaði boðinu. Trúlega hefur hún talið
sig eiga í fullu tré við kommúnista eftir kosningasigurinn árið áður.
Það hefur þó vafalaust komið forystumönnum flokksins óþægilega á
°vart, að kröfuganga kommúnista var nú í fyrsta sinn fjölmennari en
ganga Alþýðuflokksins.
KFI hélt þriðja þing sitt í nóvember 1935. Þingið sendi frá sér ávarp
hl íslenskrar alþýðu, þar sem því var lýst yfir, að vissulega stefndi
flokkurinn að því að koma á sósíalisma, en samfylking væri boðorð
dagsins; með bandalagi verkalýðs við fátæka bændur og fiskimenn
maetti skapa „þjóðfylkingu hinnar vinnandi íslensku þjóðar gegn auð-
Valdi, íhaldi og fasisma...“. Þarna var sleginn sá tónn, sem mótaði
stefnu og baráttuaðferðir kommúnista næstu árin.
Þegar kom fram á árið 1936, einbeittu kommúnistar sér að því, að
farin yrði voldug samfylkingarkröfuganga 1. maí, og hlaut sá boð-
skapur góðar undirtektir. í aprílmánuði hófu samfylkingarsinnar í
Alþýðuflokknum að gefa út blaðið Samfylking, en í það skrifuðu ýmsir
af forystumönnum Alþýðuflokksins í verkalýðsfélögunum í Reykja-
vík. Forysta Alþýðuflokksins sat föst við sinn keip og hafnaði öllu
samstarfi við kommúnista. Hún vildi, að verkalýðurinn fylkti sér undir
^herki ASI og Alþýðuflokksins eins á þessum baráttudegi. Kröfugöng-
Urnar hinn 1. maí 1936 voru því eins konar liðskönnun. Samfylkingar-
menn höfðu ástæðu til að vera ánægðir með árangurinn: „Önnur eins
Sanga hafði aldrei fyrr sést á götum Reykjavíkur“.u
Samfylkingarstefnan bauð upp á meiri sveigjanleika í stefnumörkun
e,nstakra kommúnistaflokka en áður hafði verið og gaf þeim færi á að
hafa meira frumkvæði og sjálfstæði í stefnumótun út frá aðstæðum í
nverju landi. Þetta notfærði KFÍ sér í ríkum mæli. Best kom þetta fram
1 nýrri túlkun flokksins á íslenskri þjóðernishyggju.2) Þar var leitast við
að tvinna saman stéttabaráttu verkalýðsins og sjálfstæðis- og þjóðfrels-
Isbaráttu íslendinga. Haldið var fram sérstakri íslandssöguskoðun, þar
sem verkalýðsbarátta samtímans var talin rótskyld réttindabaráttu
ls*enskrar alþýðu á fyrri öldum. í málflutningi flokksins, jafnt í ræðu
Sem riti, var mikið vitnað til bókmenntaarfsins, ekki síst verka þeirra
^ephans G. Stephanssonar og Þorsteins Erlingssonar. Þessi málflutn-
lngur kommúnista virðist hafa fallið í góðan jarðveg. Einar Olgeirsson