Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 36
34
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
lífsfjör hennar er ekki auðvelt að kæfa svo lengi sem líf er“.17) Hún
upplifði vistina öðrum þræði þannig, að hún væri þátttakandi í eins
konar akademíu, þar sem menn ræddu af heitu hjarta um bókmenntir,
stjórnmál og andlegar tískustefnur á borð við guðspeki og spíritisma.
Sigurveig dvaldist á Vífilsstöðum skömmu eftir veru Einars þar, og
kveður hún hann hafa verið mönnum mjög minnisstæðan: „Hann hafði
dvalið á hælinu skömmu fyrir mína tíð... Enginn hafði staðist honum
snúning í rökræðum um marxisma. Flestir áheyrenda snerust annað
hvort á hans mál eða þögðu þunnu hljóði. Sagt var, að ef einhver and-
mælenda virtist staður eða þver í taumi, hafi Einar tekið hann með sér
út í hraun. Aldrei átti að hafa brugðist, að Einar Olgeirsson kæmi með
manninn heim aftur sannfærðan marxista“.l8)
Dvölin á Vífilsstöðum gaf Einari tækifæri til nánara sambands við
pólitíska skoðanabræður í Reykjavík. I heimsóknartíma á sunnudögum
komu félagar þaðan, Brynjólfur Bjarnason, Hendrik Ottósson og fleiri,
oft í heimsókn. í einni slíkri heimsókn ákvað Einar í samráði við félaga
sína, þar sem þeir voru staddir úti í gjótu í Hafnarfjarðarhrauni, að fal-
ast eftir kaupum á tímaritinu Rétti af útgefanda þess, Þórólfi Sigurðs-
syni frá Baldursheimi. Varð af kaupunum, og þar með hófst lengsti
útgáfu- og ritstjómarferill einstaks manns á tímariti, sem um getur hér
á landi, en samfylgd Einars og Réttar stóð í rúm 60 ár. Tímaritið Réttur
hafði frá upphafi verið vettvangur til boðunar og kynningar á þremur
róttækum þjóðfélagsstefnum, samvinnustefnu, sósíalisma og
georgisma, þótt útgefendumir bæru einkum hina síðasttöldu fyrir
brjósti. Með kaupunum á Rétti eignaðist róttæki armurinn í Alþýðu-
flokknum eigið málgagn. Þótt kommúnistar stæðu að útgáfu Réttar,
var ætlun aðstandenda hans sú, að hann gæti orðið vettvangur fyrir alla
sósíalista. Sá ásetningur kom fram í því, að í fyrsta hefti Réttar undir
ritstjórn Einars skrifuðu sósíaldemókratarnir Stefán Jóhann Stefánsson
um þjóðnýtingu og Haraldur Guðmundsson um togaraútgerð. Ekki
varð þó framhald á skrifum þessara manna eða skoðanabræðra þeirra í
ritið. A næstu árum komst árgangurinn af Rétti upp í 350 bls. og
útbreiðsla hans mun hafa náð um 1650 eintökum.
A fyrsta fjórðungi síðustu aldar var síldveiði og síldarvinnsla ört
vaxandi atvinnugrein hér á landi. Veiðarnar voru stundaðar fyrir Norð-
urlandi, og skipti þessi atvinnugrein sífellt meira máli fyrir afkomu
sjómanna jafnt sem landverkafólks, ekki síst í þeim landshluta. Siglu-
fjörður var, þegar hér var komið sögu, orðinn einn mesti ef ekki mesti