Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 55
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
53
Við „eðlilegar“ aðstæður og samfylkingu verkalýðsflokkanna hefði
Einar átt að geta náð kjöri sem þingmaður Akureyringa í öllum þessum
kosningum.
Svanur Kristjánsson hefur bent á, að í forystu KFI hafi nær ein-
göngu verið menn úr tveimur þjóðfélagshópum, menntamenn og
verkamenn. Þeir voru líka mun yngri en almennt gerðist um forystu-
menn og frambjóðendur hinna flokkanna.29) Meðalaldur frambjóðenda
KFI í kosningunum 1933 var 33 ár, sá elsti var 42 ára, en sá yngsti 25
ára. Sú staðreynd, að félagatala SUK var tiltölulega há miðað við
fjölda fulltíða flokksmanna, er einnig til marks um, að flokkurinn
höfðaði til ungs fólks. Fróðlegt er að lesa vitnisburð eins fulltrúa
verkalýðsæskunnar á þessum tíma, Aðalheiðar Hólm Spans, en hún
varð fyrsti formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar árið 1934, aðeins
18 ára gömul. Hún segir í endurminningum sínum: „Engin ung mann-
eskja, sem hugsaði af alvöru um alþýðuréttindi lét fram hjá sér fara það
Sem þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason sögðu. Ég tala nú
ekki um ef Halldór frá Laxnesi lagði orð í belg. I málflutningi þessara
manna fundum við rökvísi og réttvísi sem við vildum sjálf eignast. Það
var rökvísi og réttvísi marxismans“.30)
Vorið 1933 var stofnað Félag róttækra háskólastúdenta, þar sem
kommúnistar voru uppistaðan. Hér var þó um eiginleg samfylkingar-
samtök að ræða. Félagið vann meirihluta í stúdentaráði árið 1935, og
valdi hinn róttæki meirihluti Halldór Kiljan Laxness til að flytja ræðu
af svölum Alþingishússins við hátíðahöldin 1. desember.31) Efni og
mntak þeirrar ræðu var boðskapurinn um samfylkingu verkalýðsins.
Samfylkingarbaráttan og stofnun Sósíalistaflokksins
Eftir að þau Einar og Sigríður fluttust suður sumarið 1931, voru þau
l'yrst til húsa í þremur litlum herbergjum í risinu á Skothúsvegi 7, en
Það hús leigði Þorvarður, faðir Sigríðar, og bjó þar. Þetta hús stóð við
saðvesturenda stóru tjarnarinnar, en var rifið fyrir allmörgum árum.
Haustið 1932 fluttust þau hjónin að Skólavörðustíg 12, andspænis
hegningarhúsinu, þar sem Einar hafði setið þá um sumarið. Því varð
honum að orði við flutninginn, að það yrði þá styttra í þann stað næst!
Til slfks kom þó ekki. Þeim hjónunum féll vel vistin á Skólavörðu-