Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
sendum sem hann gefur sér sjálfur. Að hliðra sér hjá því er í besta falli mis-
skilin virðing við skáldið. Það var á orði haft að tveir menn á Islandi á öld-
inni sem leið hefðu gert flesta landa sína að kommúnistum: Einar Olgeirsson
og Halldór Kiljan Laxness. Báðir voru þeir mjög áhrifamiklir málflytjendur
og minningu þeirra er mestur sómi sýndur með því að ræða arf þeirra hisp-
urslaust, en að vísu í réttu sögulegu samhengi. Margt má skýra með tilliti til
aðstæðna í veröldinni á hverjum tíma, en sumt verður ævinlega örðugt,
jafnvel ógerlegt, að skýra eða afsaka.
Öld Halldórs Laxness og Einars Olgeirssonar var sá tími þegar menn trúðu
á félagslegar lausnir, mátt samtaka og góðs skipulags til að bæta heiminn.
Hins gættu þeir síður að skipulagið gæti orðið skelfilegt vopn í höndum ein-
ræðisseggja. Einar var sannfærður um að róttæk verkalýðshreyfing sem hefði
marxismann að leiðarljósi myndi geta náð til sín réttmætum skerf af þjóðar-
auðnum. Þegar hann og samherjar hans hófu starf voru lífskjör verkalýðs á
Islandi hraksmánarleg. Barátta þessara manna átti vissulega mikinn þátt í að
hefja verkalýðinn til mannsæmandi lífs. Ytri aðstæður réðu auðvitað miklu
og í lok stríðsins tóku sósíalistar höndum saman við forustumenn atvinnurek-
enda í nýsköpunarstjóminni um að nota stríðsgróðann til að gera átak í
atvinnumálum. Þetta samstarf rofnaði vegna afstöðu til utanríkismála eins og
rakið er í æviþættinum um Einar, og þá urðu hatrammar deilur sem menn
hafa nú tilhneigingu til að gera lítið úr. En hin ofsafengnu viðbrögð stöfuðu
af því að menn töldu að hið unga lýðveldi væri komið í bland við tröllin.
Allan þennan tíma voru Einar Olgeirsson og Halldór Laxness samstiga,
einnig í afstöðunni til ásælni Bandaríkjanna eftir stríð. Þar er Atómstöðin
minnilegur vitnisburður, en um hana er fjallað með ólíkum hætti í tveim rit-
gerðum í þessum árgangi.
*
Sambúð skálda og stjórnmálamanna hefur löngum verið viðkvæm. Skáldin
leggja áherslu á sjálfstæði sitt og vilja ekki sæta neinni þvingun af pólitískri
hálfu. Undir kröfuna um frelsi skálda og listamanna til tjáningar er sjálfsagt
að taka. En um leið er rétt að hafa í huga að listamaðurinn er barn sinnar tíðar
og mörg dæmi þess að mikil listaverk hafi verið sköpuð til að þjóna
ákveðnum boðskap eða afstöðu í trúmálum eða stjórnmálum. Við þurfum
ekki annað en líta á Passíusálma Hallgríms sem strengilega fylgja kenn-
ingum hinnar lútersku kirkju. Þess vegna er alveg óþarfi að fælast það að
skáld flytji pólitískan boðskap, úrslitum ræður aðeins hvernig það er gert og
hve miklum persónulegum anda skáldið blæs í viðfangsefnið.
Verk Halldórs Laxness höfðu víðtæk pólitísk áhrif á sínum tírna, líkt og
málflutningur og starf Einars Olgeirssonar. Milli skálda og stjómmálamanna
er ekkert óbrúanlegt djúp. Hvorir tveggja vilja hafa áhrif á samtíð sína, hugs-