Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 90

Andvari - 01.01.2002, Page 90
88 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI þeirra á íslenskt þjóðlíf, heldur hafði hún marga aðra fleti. Einn þeirra sneri að landhelgismálinu. Sósíalistaflokkurinn studdi eindregið setn- ingu landgrunnslaganna 1948, sem voru undirstaðan undir öllum síð- ari aðgerðum Islendinga í landhelgismálum. Sama var að segja um uppsögn landhelgissamnings Dana við Breta frá árinu 1901 og útfærsl- una í fjórar sjómílur 1952. Þá gekk Alþýðubandalagið harðast fram varðandi útfærslu landhelginnar í 12 mílur í vinstri stjórninni 1958. Einar Olgeirsson leit svo á, að næsta stórvirki í íslenskum atvinnu- málum á eftir nýsköpuninni ætti að vera uppbygging stóriðju á grund- velli þeirrar orku, sem þjóðin ætti fólgna í fossum sínum og fall- vötnum. Hugmyndir sínar í þessu efni rakti hann ítarlega í greinaflokki í Rétti 1948.23) Slík atvinnuuppbygging var að hans dómi ein forsendan fyrir efnahagslegu sjálfstæði og batnandi lífskjörum þjóðarinnar til frambúðar. Heiti greinaflokksins, „íslensk stóriðja í þjónustu þjóðar- innar“, skírskotar líka til þess, að hann taldi öllu varða að slík upp- bygging yrði undir forræði landsmanna sjálfra. Sökum fámennis þyrfti í þessu efni að koma til samstillt átak þjóðarinnar allrar og sjálfgefið, að slík fyrirtæki yrðu í alþjóðareigu. Einar gerði sér grein fyrir því, að hér gæti smæð þjóðarinnar orðið henni einhver fjötur um fót, en hann hafði jafnframt næman skilning á því, að í öðrum greinum gæti þjóðin gert sér smæðina og fámennið að raunverulegri auðlind. Eru þá hafðar í huga hugmyndir hans um, hvernig fámennið ætti að geta gert okkur kleift að framkvæma lýðræðið betur og fullkomnar en aðrar þjóðir og hvernig smæð þjóðarinnar hefur gert það að verkum, að jafnréttishug- myndin stendur hér dýpri rótum en víðast annars staðar, þar sem hver einstaklingur verður hér heildinni dýrmætari en verða myndi í stærri þjóðfélögum.24) Einar Olgeirsson var alla tíð mjög áhugasamur um viðskipti við Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki. Hann leit svo á, að slík viðskipti væru helsta tryggingin fyrir fullri nýtingu framleiðslutækjanna, fullri atvinnu og batnandi lífskjörum alþýðu og þar með í vissum skilningi fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var honum því mikið fagnaðarefni, þegar sovétviðskiptin hófust aftur 1953. Annars vegar drógu þau tenn- urnar úr breska Ijóninu, sem reynt hafði að koma höggi á íslendinga með löndunarbanni á íslenskan fisk í Bretlandi eftir útfærslu landhelg- innar í fjórar mflur, en hins vegar sköpuðu þessir viðskiptasamningar stórbætt skilyrði fyrir eflingu hraðfrystiiðnaðarins á næstu árum. I Rétti 1954 (sem kom raunar ekki út fyrr en á vormánuðum 1955)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.