Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 83

Andvari - 01.01.2005, Side 83
andvari SKÁLD VERÐUR TIL 81 Þó ævisagnaritarinn sé bundinn af staðreyndum skapar hann samt form sitt og með tungumálinu stýrir hann hughrifum lesandans, ímynd og túlkun viðfangsins. [...] Ævi- sagnaritarar skrásetja ekki bara líf; allir ævisagnaritarar, hversu hlutlausir sem þeir kveðst vera, túlka líf.8 Halldór Guðmundsson túlkar textabrotin þrjú um vitrun drengsins sem upp- haf skriftarástríðu hans. Heimsljós er skáldsaga og þó að höfundur hennar hafi eitt sinn sagt að söguhetjan Ólafur Kárason væri lýsing á sér (9) er tæp- ast hægt að líta á hana sem sagnfræðilega heimild um líf hans. Smásagan »,Steinninn minn helgi“ gefur ævisögulegum lestri vissulega undir fótinn en ef til vill er rétt að líta fremur á hana sem lið í sköpun á sjálfi fremur en skrásetningu þess. Og sjálfur er Halldór Guðmundsson duglegur að minna lesendur sína á að minningabækumar beri að taka með nokkrum fyrirvara. Hann bendir raunar á að slíkt hið sama hafi Laxness sjálfur gert: Halldór Laxness varaði menn á sínum tíma við því að taka minningasögur hans frá áttunda áratugnum á orðinu, kallaði þær skáldsögur í ritgerðaformi, og satt er það: Þar sem öðrum heimildum er til að dreifa sér lesandinn oft hvemig hann færir í stílinn, lagar söguefnið að þeirri mynd sem hann vill draga upp af sjálfum sér og aðstæðum sínum (73-74). Það er því ekki fyrr en Halldór Guðmundsson túlkar þessar þrjár frásagnir af vitrun ungs drengs að þær marka upphaf glæsts rithöfundarferils. Hann skapar tengslin milli þeirra og óslökkvandi þrár Halldórs Laxness eftir að skrifa bækur. Kaflinn þar sem Halldór Guðmundsson fjallar um vitranimar er raunar dreginn sérstaklega út úr sjálfri frásögninni af ævi skáldsins og er, eins og margar sambærilegar umfjallanir, í skyggðum ramma. í þeim köflum §efst honum því enn frekar leyfi til túlkunar. Halldór Guðmundsson er ekki síður höfundur en nafni hans Laxness. Með þessu er upphaf frásagnarinnar af rithöfundinum Halldóri Laxness Ijóst. Eins og skáldskaparfræði Aristótelesar bjóða kemur ekkert á undan vitruninni um heim fegurðarinnar. Fyrir hana er einstaklingurinn ekki til sem skáld. En allt er afleiðing hennar. Því í raun er það ekki aðeins skrift- arástríðan sem fylgir í kjölfarið samkvæmt ævisögunni, heldur einnig trúin sem skipaði stóran sess í lífi Laxness um árabil, enda fyrst og fremst um trú- arlega vitrun að ræða í öll þrjú skiptin. „Það er eins og Halldór leiti að vitrun hemsku sinnar, skynjun og nánd við eitthvað æðra, og finni hann það er hann reiðubúinn að afsala sér vilja sínum og persónulegum metnaði“ (125), Segir meðal annars um trúarlíf hans. Halldór Kiljan Laxness lét hins vegar að mestu af kaþólskri trú sinni undir lok þriðja áratugarins. Samkvæmt ævisög- unni fylla aðrar lífsskoðanir þó í það skarð sem kristindómurinn skilur eftir. Hm svipað leyti og hann segir skilið við trúna verður lesendum hans ljóst að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.