Andvari - 01.01.2005, Page 85
andvari
SKÁLD VERÐUR TIL
83
inu; skyldi Halldóri hafa liðið þannig þegar hann sigldi eftir Panamaskurð-
inum?“ (298). í meðförum Halldórs Guðmundssonar er ekki aðeins heild í
þeirri atburðakeðju sem myndar lífshlaup Laxness. Það er líka heildrænn og
samstæður blær yfir því sambandi sem skapast milli raunveruleika hans og
skáldverka.
Frásagnarfræðilegt ris ævisögunnar er í Nóbelsverðlaununum sem Hall-
dóri voru veitt árið 1955. Hér nær saga Laxness hámarki: „Verðlaunin voru
tákn þess að hér hafði ræst draumur hins unga sveitapilts að skrifa sögur fyrir
heiminn“ (603). Það eru ekki aðeins væntingar hans sjálfs sem hér eru upp-
fylltar heldur líka lesanda Halldórs Laxness - ævisögu. Frásögnin hefur náð
því marki sem stefnt var að frá því vitruninni var lýst. En Laxness hættir ekki
að skrifa þótt hann hafi hreppt verðlaunin og það gerir Halldór Guðmunds-
son að sjálfsögðu ekki heldur. En hlutfallsleg umfjöllun um árin eftir 1955 er
umtalsvert styttri en fyrri hlutinn og farið mun hraðar yfir sögu.
Sagan af Halldóri Laxness hófst á vitrun um heim fegurðarinnar. Eigi hún
að vera heildstæð þarf henni að ljúka í samræmi við það. Þar sem Laxness
missti málið vegna heilabilunar þegar hann átti tvö ár eftir ólifuð er ómögu-
íegt að lok ævisögu hans endurspegli að hann hafi nálgast fegurðina gegnum
hmgumálið allt til dauða. Halldór Guðmundsson flytur því hugmyndina um
þrá eftir æðri heimi frá einu listformi yfir á annað:
En hann var orðinn hrumur og fór hratt aftur eftir þetta. Orðin hurfu meistara sínum
smám saman, en tónlistin lifði lengur í honum. Hún, sú listgrein sem kemst næst heimi
fegurðarinnar, var ein fyrsta minning hans og líklega ein sú síðasta. [...] Þegar bókstaf-
irnir hurfu honum, urðu nótumar eftir, og enn stendur hún opin á flyglinum í stofunni á
Gljúfrasteini, Das wohltemperierte Klavier, sú bók sem hann gat lesið á sínu eyðiskeri
þegar allar aðrar bækur vom honum lokaðar (759-760).
Tónlistin tekur hér við því hlutverki sem skáldskapurinn hafði áður. Nótna-
heftið sem enn stendur opið á heimili Laxness verður þama eins konar tákn-
rnynd þess hvemig fegurðarþrá skáldsins teygir sig inn í eilífðina. Nótumar
minna lesandann á að þó Laxness sé genginn þurfi ekki annað en að opna
eitthvert verka hans og þar blasi þessi heimur fegurðarinnar við. Þann heim
§erði Laxness ódauðlegan með því að fanga hann í verk sín. Hljómlistin
skipar stóran sess í þessum síðasta kafla bókarinnar og tilvitnunin sem fylgir
honum er úr Heiman eg fór. „Þegar ég dey, þá vil ég heyra tónlist“ (757).
Hvort þessi ósk skáldsins rættist að lokum í raun er óljóst en Halldór Guð-
mundsson uppfyllir hana óbeint í bók sinni með lokaorðum verksins: „Undir
lokin lifði aðeins eftir hjá honum hinn hreini tónn þegar öll merking sem
°rðin geta veitt var horfin. Og fegurðin ríkti ein.“ Hér hefur frásögnin farið
heilan hring. Henni lýkur eins og hún hófst, í hinum æðri heimi. Lesandinn
hefur ferðast með Halldóri Laxness frá vitrun hans um ólýsanlega fegurð,