Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 114

Andvari - 01.01.2005, Síða 114
112 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI verk Joyce eru sannarlega fyrirferðarmikið viðfangsefni fræðimanna víða um lönd. Kannski birtast hér áhyggjur af því að allar þær rannsóknir sem birtar eru um verk mikilhæfs rithöfundar verði til þess að almennir lesendur taki að óttast þennan rithöfund; fái semsé á tilfinninguna að það þurfi sérfræðilega þekkingu til að lesa hann. Dómnum lýkur á þessum orðum: „Maðurinn var séní. Það er í sjálfu sér þakkarvert að hann sé nú kynntur Islendingum, þó ekki væri til annars en þeir sjái að hann var hvorki skrímsli né völundarhús heldur bara rithöfundur. Mjög góður rithöfundur.“32 Gott og vel, en þótt menn vilji hafa vara á sér andspænis tyrfnum fræðum, þá ætti fræðilega upplýst umræða, sem ætluð er leikum ekki síður en lærðum, að koma sér vel í bókmenntalífinu, einnig og ekki síður þegar um er að ræða umfjöllun um erlendar bókmenntir. Viðtökusaga Joyce á Islandi sýnir að tengslin milli alþjóðlegrar og íslenskrar bókmenntaumræðu hafa lengi verið bagalega veik. X Hér að framan sagði að tímamót hefðu orðið í sögu Joyce á íslandi með útgáfu bókarinnar I Dyflinni árið 1982. Að vísu sáust næstu árin fá merki þessara tímamóta. Arið 1989 lauk ég grein um bókmenntasögu með þessum orðum: „En þrátt fyrir þann usla í málinu og sköpunarhlutverki þess sem íslenskir módemistar hafa valdið er íslenskan líklega enn ekki undir það búin að þýdd séu helstu verk höfunda eins og James Joyce og Gertrude Stein. Eða hvað?“33 Hér er ég, hvað Joyce varðar, að vísa til Ulysses og Finnegans Wake og hef í huga hið róttæka uppnám í tungumálinu sem einkennir þessi verk. Og ég bjóst ekki við því að einungis þremur árum síðar yrðu efasemdir mínar hraktar, a.m.k. að hluta. 1992 birtist fyrra bindið af þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á Ulysses, undir heitinu Odysseifur, og síðara bindið árið eftir. Bindunum fylgja skýringar á einstökum orðum, einkum erlendum orðum í texta Joyce, og í fyrra bindinu er formáli þýðanda þar sem látin er í ljós sú von að Odysseifur veki „ámóta viðbrögð á íslandi og hann hefur gert víða annarstaðar á heimskringlunni.“34 Þegar ég lét efasemdarorð mín falla 1989 vanmat ég augljóslega vissa þætti. Einn er sú bylgja af metnaðarfullum þýðingum sem þá hafði staðið í um áratug. Á fimmtán ára skeiði, frá 1978 til 1993, var mikið þýtt af veiga- miklum sagnabókmenntum, þar á meðal verkum kenndum við töfraraunrsæi og módernískum verkum, auk eldri verka sem höfðu skipt miklu máli fyrir módemismann og tengjast honum á ýmsan hátt, t.d. verk eftir Dostójevskíj, Cervantes og Rabelais. Þýðingin á Ulysses er hluti af þessari bylgju, sem átti reyndar eftir að standa lengur og með henni lauk því deyfðartímabili í þýðingum sem ég vék að fyrr í greininni. Þama hafa skapast nýjar aðstæður, nýtt rými sköpunar og viðtöku. Ýmsir þýðendur, þar á meðal Sigurður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.