Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 25

Andvari - 01.01.1945, Side 25
ANDVARl Þorsteinn Gislason 21 síðan út Ljóðmæli, heildarsafn, og voru þar mörg ný kvæði. í þessu safni er eitt af snilldarlegustu kvæðum Þorsteins, ..Fyrstu vordægur“: Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast og dinnnan flýr í sjó; bráðum syngur Ióa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Þá flettir sól af fjöllunum fannanna strút; í kaupstað verður farið og kýrnar leystar úi. Bráðum glóey gyllir geimana blá. Vorið tánum tyllir tindana á. í þessu safni er og liin landskunna vísa um vorbimininn: Þú ert fríður, breiður, blár, og bjartar lindir þínar; þú ert víður, heiður, hár sem hjartans óskir mínar. Jafnyndislegur þokki livílir yfir mörgum öðrum kvæðum Þorsteins („Haust“, „Skammdegi“, Fjallkonan“ o. fk). En Þorsteinn leikur einnig á marga aðra strengi. Hin alkunna

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.