Andvari - 01.01.1945, Page 25
ANDVARl
Þorsteinn Gislason
21
síðan út Ljóðmæli, heildarsafn, og voru þar mörg ný kvæði.
í þessu safni er eitt af snilldarlegustu kvæðum Þorsteins,
..Fyrstu vordægur“:
Ljósið loftin fyllir,
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast
og dinnnan flýr í sjó;
bráðum syngur Ióa
í brekku og mó.
Og lambagrasið ljósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
Þá flettir sól af fjöllunum
fannanna strút;
í kaupstað verður farið
og kýrnar leystar úi.
Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
í þessu safni er og liin landskunna vísa um vorbimininn:
Þú ert fríður, breiður, blár,
og bjartar lindir þínar;
þú ert víður, heiður, hár
sem hjartans óskir mínar.
Jafnyndislegur þokki livílir yfir mörgum öðrum kvæðum
Þorsteins („Haust“, „Skammdegi“, Fjallkonan“ o. fk). En
Þorsteinn leikur einnig á marga aðra strengi. Hin alkunna