Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 29

Andvari - 01.01.1945, Page 29
ANDVARt Þorstcinn Gíslason 25 riks Ibsens og mörg fleiri, sem hér verða ekki talin. Ivvæði þessi voru vitanlega misjöfn að gæðum, en öll báru þau ein- kenni hins þjóðrælcna liugsjónamanns og bragsnjalla skálds, sem kunni sér hóf, og varð þvi Þorsteinn nokkurs konar hirð- skáld íslendinga. Það er að vonum, að dýpstu og' viðkvæmustu tónar hvers skálds enduróma sjaldan í þeim kvæðum, sem pöntuð eru við hátíðleg tækifæri. En einnig í mörgum þess- ara kvæða hirtist lífsskoðun Þorsteins, vorhugur hans, ást á íslenzkri náttúru og trú á framtíð landsins barna. IV. Tímans elfur streymir áfram og skolar flestu því burt, sem mikilsvert er talið á hðandi stund. Ný viðfangsefni bíða hverr- ar þjóðar, en sagan geymir minningarnar. En einnig þær mást og eftir verða nokkrir aðaldrættir, og samhengi sögunnar helzt. Hvernig sem þjóð vorri farnast á ókomnum öldum, mun tíniabilið frá aldamótum 1900 og fram til vorra daga ætíð verða talið til hinna merkustu í sögu þjóðarinnar. Á þessu Ihnabili var sótt fram á öllum sviðum þjóðlífsins, í atvinnu- málum og hvers lcyns menningu, og lokabaráttan háð í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. Aldrei liafa jafnstórstígar fram- farir orðið á Islandi síðan land bjrggðist og á þessum árum. Margir hafa lagt hönd á plóginn og mörg átök verið gerð. En í hópi þessara vormanna Islands var Þorsteinn Gíslason. Hann átti mikilvægan þátt í að l'ræða þjóð sína og eggja til dáða. Hann stóð um langt skeið framarlega í stjórnmálabaráttunni, en þegar minning þess máist og bliknar, munu mörg hinna Ijufu kvæða lians lifa og orna óbornum niðjum landsins.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.