Andvari - 01.01.1945, Page 30
ANÐVARt
Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál,
íi'lluð til kvöldlestra til varnar gegn óhollustu af blaðalestri að morgni,
helguð minningu islenzkra ritstjóra fyrir heimsstyrjöldina fyrri,
tekin saman að mestu milii hvítasunnu og Jónsmessu
árið 1944.
Hægt og givtilega.
Ég heilsa þér, landið mitt, hájöklnm krýnt!
Ég heilsa þér, þjóð mín! með erindi brýnt.
— Vor ævi’ er svo skammvinn til ævistarfsins,
að efla þig, varðveita gimsteina arfsins:
þin einkenni’ og mál þitt, — sem aldrei varð týnt.
Kveðja Skírnis (Einar Benediktsson).
Auðsagt er það, sem alsagt er, en ekki leikur á tveim tung-
um, heldur er á hvers manns vörum, að mannkynið og þjóðir
þess og einstaklingar þeirra lifi nú á tímamótum. Auðsagt er
vitanlega einnig, þótt það sé tæplega jafn-auðsætt, að fyrir
flesta einstaklinga og margar þjóðir og þá liklega ekki hvað
sízt oss íslendinga eru þessi tímamót örlágastund.
Á örlagastund her málefni þannig að mönnum og þjóðum,
að ekki er nema um tvennt að velja, en eftir því, hvort af
tvennu valið er, fer stefnan í lífi og tilveru þess, sem völina
á, um alla framtið.
Þetta tvennt, sem um er að velja á örlagastund, er jafnaðar-
lega annaðhvort að ákveða sjálfur, hvað verða skal, og stefna
að því og starfa að því eða að hrekjast ósjálfrátt eins og fót-
knöttur alla vega fyrir spörkum aðvífandi áhrifa og velta að
Jokum útþvældur einhvers staðar út af knattspyrnuvelli ófyrir-
séðra tilviljana.
Vér íslendingar erum nú svo staddir eigi aðeins á jarðar-
hnettinum, heldur og í tilverunni, að á hverri stundu getur
verið um það að tefla, hvort vér cigum að teljast til vestur-
helmings jarðarinnar eða austurhlutans og það eigi að eins í