Andvari - 01.01.1945, Side 31
ANDVAH!
Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál
27
landfræðilegum, heldur og í stjórnmálalegum efnum og menn-
ingarlegum, og meira að segja getur einnig svo farið, að vér
verðum að segja til þegar í stað svo að segja, hvað vér ætlum
af oss að gera svo sem menningarþjóð.
Vér þurfum sannarlega að athuga ráð vort nú.
Með hverjum degi, sem líður, semjum vér íslendingar oss
æ meira að siðum annarra þjóða vitandi eða óvitandi, vilj-
ugir eða óviljugir eftir ýmislegum aðstæðum og viðhorfi um
stjórnarfar, í atvinnuháttum, menningu, siðuin og klæðahurði
og annarri mannlegri háttsemi í mörgum greinum. Saintímis
mást af oss æ fleiri og fleiri séreinkenni þjóðarinnar, sem
áður har mjög á, og munar þegar miklu frá því, er fyrrum var.
Nú er svo komið, að það er varla annað en roskna fólkið í
hyggðum og bæjum, sem enn þá her íslendinginn utan á sér,
svo að ekki verði um villzt, í fasi, háttalagi og búningi.
Unga fólkið, stúllcurnar (sem í óvandlegu tali sínu kalla
sig og hver aðra stelpur, þótt þær séu það væntanlega mjög
fáar, sem betur fer, ef til alvörunnar kemur) og piltarnir (er
á sams konar máli kallast strákar, þótt fæstir þeirra séu það
í i'aun og veru), hvort sem það á heima í hyggðunum kring
um Reykjanes við Faxaflóa eða uinhverfis Langanes við Þistil-
fjörð, er yfirleitt ekki lengur að hátterni eða hugsjónum veru-
lega frábrugðið kynsystkinum sínum umhverfis Florida-skag-
ann í Bandaríkj um NorÓur-Ameríku eða á landsvæðunum
norðan baðstrandanna við Miðjarðarhafið, heldur því nær
eingöngu að móðurmáli. Meira að segja er sveitafólk i Signu-
hyggðum og lausungarlýðurinn, er reikar um miðdik hinnar
glæstu höfuðborgar Frakldands á friðartímum, sjálfsagt milclu
ólíkara sín á milli bæði um háttsemi og' búnað.
Börnin, sem of oft eru kölluð krakkar, eru þegar farin að
liegða sér svo mörg hver, að sjálfsagt á margt af hinu roskn-
ara fólki erfitt með að átta sig á því, að þau séu af íslenzku
hergi brotin, ekki sízt, er við bætist, að búningur þeirra hrærir
ekki lengur í neinu við minningum um nokkuð, sem íslenzkt
er, og þau eru jafnvel í ofanálag farin að sletta amerísku:
..O, Iv.!“ „Sorry!“