Andvari - 01.01.1945, Qupperneq 34
30
Meistari H. H.
ANDVARt
Á því, hvorri þessara spurninga vér svörum játandi, veltur
tilvera vor sem þjóðar og tilveruréttur í framtíðinni. Tildrögin
að því ástandi, sem vér þá lifum við, fara eftir því, hvort vér
tökum nú rögg á oss og setjum oss hreinlegt markmið að
keppa að, eða vér fljótum sofandi að feigðarósi upp á þau hýti
að verða á endanum, ef nokkur verður, eitthvert veraldar-
innar viðundur, sem enginn þekkir haus né sporð á. Því er
ráðlegast að greiða svarið þegar í stað og ótvírætt.
Svarið veltur mjög á því, hvað vér skiljum við það að vera
íslendingar. Að vísu er fijótsagt, að það er vissulega ekki það
eitt að ganga í Álafossfötum; það gætum vér áreiðanlega eins
vel, þótt vér værum til dæmis írlendingar eða Svisslendingar.
Það er meira að segja ekki heldur það að byggja ísland nú;
það gætum vér ef til vill fullt eins vel eða enn betur, ef vér
værum eittlivað annað en Islendingar. Vér erum Islendingar
af því, að vér erum afkomendur þeirra manna, er námu ís-
land, og höfum byggt það í meira en þúsund ár, og að svo
miklu leyti, sem vér geymum þau einkenni, sem lífsbarátta
forfeðra vorra hefur markað oss, beruiu þann svip, sem lnin
hefur gefið oss, og tölum það mál, er forfeður vorir fluttu
hingað með sér og hafa varðveitt hér frá upphafi íslands-
byggðar. Til þess að geta svarað örlagaspurningum vorum
af alvöru verðum vér að ganga úr skugga um, að vér séum
sömu skoðunar og mesti alheimsborgari, er verið hefur uppi
meðal vor, var í upphafi þessarar aldar, að ævistarf vort sé
að efla þjóð vora með því að „varðveita gimsteina arl'sins“,
einkenni hennar og mál, og meta, hvort vér álítum oss nokk-
urn ávinning að því að eyða aldri vorum í þessu skyni.
Auðsætt er flestum, þvi að það liggur ínjög í augum uppi,
að það er val'alaust miklu hagkvæmara að vera eitthvað annað
en íslendingur, Breti eða Bandaríkjamaður til dæmis, ef vér
setjum oss það markmið tilveru vorrar sem þjóðar æðst að
taka ávísanir á verðmæti lífsins, peningana, fram yfir þau
sjálf, svo sem ýmsum virðist raunar þykja sjálfsagðast nú.
Sama gildir um það, sem öðrum kann að þykja sjálfsagt, að
sækjast fremur eftir efnalegri velmegun en andlegum þroska.