Andvari - 01.01.1945, Síða 42
38
Meistari H. H.
ANDVARI
minna leyti. Eitthvað hið ágætasta og ánægjulegasta við það,
sem út er komið af hinu ágæta riti Sigurðar Nordals háskóla-
kennara, „Arfi íslendinga“, er það, hversu fátt er í því af út-
lendum orðum um hugmyndir, sem fæstir aðrir lærðir menn
hefðu þózt geta sagt nógu skýrt nema með útlendum orðum
eða þá án þess að skýra islenzk orð sín með erlendum orðum
í svigum, en það er fáránlegur ósiður, sem nú er mjög farinn
að tíðkast í íslenzkum ritum. Það er ekki til nokkurs gagns
að skýra íslenzk orð i ritum, sem ætluð eru alþýðu til lestrar,
með erlendum orðum, því að fólk skilur ekki litlendu orðin,
ef það skilur ekki hin íslenzku, en lærðir menn sjá undir eins,
hvað orðin þýða á erlendum málum, sem þeir kunna, ef þeir
])urfa á að halda, sem sjaldnast er. Ef liins vegar alþýðumaður
þarf að vita, hvað slílc orð þýða á erlendu máli, þá er heppi-
Jegra, að hann leiti þess í orðabókum. Annað mál er það, að
þessi ósiður í riti er framúrskarandi vitnishurður um það, að
sá, er hefur hann í t'ari sinu, kann ekki íslenzkt mál.
Þau tíðkast nú, hin breiðu spjótin.
Ef eftir því er hlustað og að því gáð, verður hverjum manni,
er nokkurt skynhragð her á íslenzkt mál, ljósara með degi
hverjum, að það er nú á hraðfarinni hnignunarleið í ræðu
og riti. Það er að verða svo útatað af alls konar slettum út-
lendra orða og orðatiltækja, að hvern mann, er andinn í end-
urreisn íslenzkrar tungu og bókmennta hefur ekki farið ger-
samlega fram hjá, hlýtur að hrylla við. Menn tala um að „keyra
maskínur og mótora" í stað þess að Ivnýja vélar og hreyfla,
þótt þeir séu nýútskrifaðir úr íslenzkum vélstjóraskólum, og
þeir tala líka um að „kéyra bíla“, þótt þeir sitji með ökusldr-
teini í vasanum samkvæmt bifreiðalögunum og ættu því að
vita, að „gott er heilum vagni heim að aka“, ekki sízt ef í bif-
reiðinni er, sem oft kann að verða, dýrmætur kvenmaður í
dýrum feldi, sem þau kalla þá auðvitað „pels“, af því að það
er danskt og þykir því „fínt“, það er: fyrirmannlegt. Þetta
eru aðeins örfá, en frámunalega ógeðfelld dæmi af mýmörgum
slíkum og langt um verri. Eitthvert átakanlegasta dæmið er
þó frá í vor, er sjálfur forstöðuinaður menntaskólans í