Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 46

Andvari - 01.01.1945, Page 46
42 Meistari H. H. ANDVAHi Hér verður þegar fyrir þrautin þyngsta, en það er að ala hina tiikomandi menntamenn vora þannig upp, að þá vanti ekki, komna úr skólunum, þetta frumstæðasta og nauðsyn- legasta einkenni menntamanna. Til þess þarf sjálfsagt nýtt viðhorf í kennslu og námi móðurmálsins og nýtt sjónarmið. Það tjóar ekki lengur að guggta við aukaatriðin og missa fyrir það sjónar á aðalatriðunum. Málið er fyrst og fremst orð. Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvitu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka! Orð átt J)ú enn eins og forðum mér gndið að veita. Jónas Hallgrímsson. Þetta er sjónarmiðið, og af því leiðir viðhorfið. Starfshættir íslenzkukennslunnar og islenzkunámsins mega bersýnilega ekki lengur vera hefðbundið venjuverk, heldur verður að grundvalla þá á þjóðrækinni og framskyggnri athugun á þvi, hvað beri að varast og livað beri að gera, iil jiess að öllum, sem þess eru umkomnir, megi auðnast að njóta yndis af orð- um móðurmálsins, islenzku máli. Aðal og einkenni og þess vegna aðaleinkenni íslenzks máls er það, að í því þolast verr en í nokkru öðru tökuorð úr er- lendum málum. Grcinileg sönnun þess er sú staðrevnd, að af fjórtán til fimmtán hundruðum tökuorða, er komizt höfðu inn í fornmálið, voru ekki eftir nema rúm átta hundruð 1 hyrjun þessarar aldar, er orðabók Sigfúsar Blöndals var sanun. Hilt hafði málið tínt af sér. Ótalin eru þau orð, sem slæðzt hafa inn i málið á miðöldum þess, en nú hefur einnig verið útrýmt fyrir atbeina endurreisnarmanna íslenzkunnar og læri- sveina þeirra, og sýnir það, hversu auðveldlega þeim hefur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.