Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 47

Andvari - 01.01.1945, Page 47
ANDVARÍ Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál 48 veitzt þetta, enn betur, að starf þeirra hefur verið i samræmi við sjálft eðli málsins, er birtist í nefndu einkenni þess. Það er ekki heldur nein furða. Það er eklti til svo álappalegt orð, af innlendum toga spunnið, að það falli ekki betur í geð, sam- rýnist ekki betur öðrum orðum málsins, fari ekki betur í xnnnni og láti ekki betur í eyrum óspillts Islendings og smekk- víss á mál en valdasta útlent orð. Til eru þó menn og allt of margir, sem gera sér að list og vana, einkum ef þeir hafa numið eittln'að dálítið eða jafn- vel nokkuð mikið í útlendu máli, að sletta um sig erlendum orðum af ýmsu tagi og þykir sem það beri vitni um lærdóm. Að visu er mannlegt að berast á, en það er síður en svo, að þetta háttalag beri vitni um lærdóm; það er þvert á móti einungis vitni þess, að menn hafi viljandi eða óviljandi van- i’sekt hið skyldasta nám sitt, vandlegt nám móðunnálsins. í sæmilega orðauðugu og sjálfbirgu þjóðmáli, eins og is- lenzkan er að npplagi, hljóta erlend orð ávallt að koma lilægi- lega fyrir, að minnsta kosti allt af þá, er ekki ber meira á upp- skafningshættinum í fari þess, er með þau fer. Einn af beztu rithöfundum þjóðarinnar og málfarssnjöllustu, þótt hann sé stundum noklcuð breytinn í þeim háttum, Þórbergur Þórðar- son, hefur gert þjóðinni niikinn greiða, ef hún kynni réttilega að meta, með því að sýna henni þessi sannindi í spéspegli í ..Bréfi á prentsmiðj udönsku", en „prentsmiðjudanska" er ekki annað en venjuleg danska, sem er útbíuð af íslenzkuslettum. Þar verður þetta einmitt sérlega smellið og auðsætt oss íslend- ingum, sem höfum svo furðulega auðsveipa tilfinningu fyrir því, sem danskt er, að vér sýnumst ekki ætla að geta vanið oss af því að láta í ljós hversdagslegasta þakklæti vort með dönsku orði, sem raunar þýðir þó ekkert merkilegra en ís- lenzlta orðið „þökk“ (það er að vísu álitið fullgott handa guði onn þá), og erum á greiðri leið að gera það líka að hversdags- legri kveðju, að minnsta kosti í Reylcjavík. Lærðum mönnum ýmsum hafa að vonum sakir náms þeirra a útlendar bækur orðið tungutamari erlend orð, ýmis fræði- orð einkum, en islenzk orð um sömu bugtök, þótt snjallari

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.