Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 48

Andvari - 01.01.1945, Side 48
44 Meistari H. H. ANDVARt væi'U jafnvel. Fyrir þetta hefur komið fram af hálfu þeirra sú villikenning, að minni málspjöll væru að einstökum er- lendum orðum í málinu en setningum, er hugsaðar væru að útlendum hætti, en þetta hefur þó einkum viljað brenna við i málfari lærðra rnanna. Hilt mun þó vera sönnu nær, ef vel er gætt að, að réttara sé hið gagnstæða: að meiri spjöll séu að einstökum útlendum orðum, því að þau útrýma gjarnan mörg- um íslenzkum orðum hvert og gera málið fátækara með þvi. Til dæmis er útlenda orðið „lína“, sem upphaflega mun aðeins hafa verið ætlað að tákna stærðfræðilega hugtakið, haft fyrst og fremst um röð (bókstafa), en er nú auk þess iðulega haft i staðinn fyrir ellefu íslenzk orð að minnsta kosti. Þau eru: strilx, dráttur (í svip, landslagi, mynd), stefna (í stjórnmál- um), strengur, vaður (til siga), (sima)þráður, færi, (varnar)- veggur, (víga)slóð („víglína"), (varnar)garður, (skrið)Z«</ („straumlína") og vísast enn þá fleiri. Hins vegar hefur ein- hver hinn kunnáttusamasti meðal íslenzkra rithöfunda, Hall- dór Iviljan Laxness, þrásinnis steypt erlendar setningar upp i íslenzku rnóti, ef svo mætti segja, án þess að eftir því hafi verið tekið, með því að færa hugsiinina í þeim úr erlendu orð- unum og í íslenzk, og hefur liann þannig auðgað íslenzkt mál stórum að myndunum og máttuleikum og með því sýnt ómót- mælanlega, að af þessu stafar málinu engin hætta, ef fylgt er réttum hætti íslenzkunnar um orðaval og orðalag, orðskipun, eins og honum hefur alloftast tekizt vel. Hvert útlent orð, sem að nauðsynjalausu er tekið upp í ís- lenzku í ræðu eða riti, útrýmir einu eða fleirum íslenzkum orðum, þyí að merking tökuorða er að jafnaði reikul, óljóst mörkuð. Um leið glatast nokkuð af andlegum verðmætum Islendinga, brot af íslenzkri hugsun, en jafnframt tapast líka hrot af tilverurétti þjóðarinnar, rétti hennar til sjálfstæðis og sjálfræðis. Hann blæs upp eins og gróður, sem níddur er og ekkert hlúir. Af notkun erlendra orða eiga menn að venja sig eins og af öðrum formælingum. Formæling er, þegar ofmælt er.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.