Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 52

Andvari - 01.01.1945, Side 52
48 Meistari H. H. ANDVARt um stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Orðin á að bera skýrt og hreinlega fram, svo að hvert atkvæði heyrist með al- mennlega réttu hljóði og hljóðfalli, en ekki renni allt saman í eina bunu, sem loðir að eins saman á óaðgreinanlegum vara-, tann-, góm-, kverk- og nefhljóðum, er merking þeirra skilst einungis af meðfylgjandi æpitónum. í þessu efni er nú við ramman reip að draga. Fjöldi unglinga kemur á hverju ári með fullnaðarprófsvottorð úr skólunum og talar þó eins og munnvikin á þeim séu misvíð, varirnar geiflaðar, tungan gróin niður öðruin megin, gómfillan tiggi á ská, svo að úfurinn lafi niður í kok, og nefið sé allt af fullt af hor. Á þes'su verða barnaskólarnir að ráða bót í móðurmálskennslunni með því að kenna börnum að ná valdi á talfærum sínum og temja þau, um leið og þau læra orð málsins og framburð þeirra, og guggna ekki á því, þótt við nokkra örðugleika sé að etja. . Fyrir áhrif asans i viðskiptunum, yssins í umferðinni og skröllsins í bifreiðum og vélum er fólk farið að tala svo óðs- lega, að hvorki greinir orða skil né atkvæða. Sendisveinn kom i skrifstofu og var spurður, frá hverjum liann væri sendur. „S...mi.st..hra.f..st..ús....,“ sagði hann. Þetta varð ekki skilið, svo að hann marg-endurtók þetta, en það, sem hann hafði meðferðis, sýndi loks, að hann var frá Sölumiðstöð hraðfrysti- lnisanna. Fyrir sjónum rólega Iiugsandi manna er eins og einhver öfugsnúður sé á mörgu i fari nútímafúlks. Aldrei fyrri hafa verið jafngóð tækifæri til að njóta lífsins, veita fyrirbærum þess eftirtekt með skilningi, una við að gleðjast yfir tilver- unni. Samt hefur fólk engan frið á sér fyrir einhverri tryll' ingsóró eða æðibunugangi, eins og sagt er. í þessari ærustu verður engum manni fært að kenna neitt og ógerlegt að læi"> nokkuð, því að ekkert festir á grunn minnisins, og ekkert tollir þar. Þar nær enginn andlegur gróður að festa rætur. Lík- lega stafar þetta af því, að fólk er leikið af dyn vélamenniug- arinnar; andi hennar er farinn í það, en það hefur ekki skiliö hann enn. Vélarnar eiga ekki að drottna yfir mönnunum, held-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.