Andvari - 01.01.1945, Qupperneq 65
ANDVARl
Lýðveldishugvekja um islenzkt mál
61
þróun íslenzkunnar,“ eins og Einar Benediktsson komst eitt
sinn að orði á sumarnótt i samtali ó Spítalastígnum. Vér eig-
um að hlynna að myndun nýrra og fagurra orða úr efniviði
orðaforðans í stað aulalegra og' sóðalegra umrenningsorða,
sem eiga að dæmast til gleymsku. Hvert nýtt orð, sem vér
myndum réttilega eftir eðli málsins, er nýsmíði „í orðsins
list“, nýtt listaverk, nýtt andlegt verðmæti, -— vextir arfleifð-
ar vorrar. Vér megum þó engu tapa af sjálfum höfuðstóli
hennar, ekki láta fara í glatkistuna orð, sem fyrir eru í málinu
um hugmyndir, sem oss finnst að vér komum ekki orðum að
í svip, af því að farið er að fyrnast yfir þau, heldur þrífa þau
upp, þurrka al' þeim móðu fyrnskunnar, fága þau af nýju, er
farin eru að mást, og rifja þau upp, sem eru að traðkast nið-
ur í þvargi hversdagslífsins.
Vér íslendingar þykjumst sjálfsagt hafa töluverða ástæðu
til þess að vera nokkuð borginmannlegir um þessar mundir,
svo sem af velgengni vorri í fjármunalegum efnum, en vér
getum þó ekki án minnkunar leyft oss hvað sem er. Til er það,
ei' vér höfum ekki ráð á. Vér getum ekki vansalaust látið það
eftir okkur liggja að gleyma nú óðum
„máli, sem hefur mátt að þola
meinin flest, er skyn má greina:
is og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða“,
þar með að láta það ásannast, að „a..sk... vehnegunin“ liafi
þó unnið bug á því, sem allar plágurnar fengu ekki fargað.
Við slíku eiga raunar að hafa verið reistar skorður. Vér
eigum að hafa á að skipa allmiklu liði, sem á að vera valið og
vel þjálfað til varnar gegn óvinuin tungunnar, er dyljast í
launsátrum hirðuleysis og gleymni. Þetta lið eru menntamenn
vorir.
Menntir allar eru órjúfanlégum tengslum hundnar við orð
°g mál. Án orða engar menntir. Þessi sannreynd leg'gur öllum
þeim, er ástunda menntir, aðalsmannlega skyldu á herðar.