Andvari - 01.01.1945, Síða 70
66
Þorkell Jóliannesson
ANDVARf
ur Skaftárgljúfur og breiddi úr sér um Meðalland og Landbrot.
Eldgjárhraun hin fornu eru talin ná yfir 12—13 ferhyrnings-
mílur, og telur Þorvaldur Thoroddsen líldegt, að þau liafi
runnið í einu, stórkostlegu gosi.1) Mér þykir trúlegt, að ná-
kvæmar rannsóknir jarðfræðinga um slóðir þessar muni leiða
sitthvað í ljós um Eldgjá og Eldgjárhraun, sem Þorvaldi Thor-
oddsen gafst ekki kostur á að athuga við fljótlega rannsókn
fyrir rúmum 50 árum síðan. Mætti þá vera, að fræðimönnum
tækist með stuðningi slíkra rannsókna að bregða nýrri og
gleggri skímu yfir óljósar og lítt skiljanlegar frásagnir Land-
námabókar um hina fyrstu byggð á þessum slóðum og af-
drif hennar. En það er víst, að hér hafa allmiklar breytingar
orðið á landinu síðan byggðin hófst og svo á byggðinni sjálfri.
Um Skaftárgíga gegnir svipuðu máli. Víst er um það, að
hér hafa eldsumbrot orðið á fyrri öldum, en eigi ganga af
því neinar sögur, sem með vissu verði tengdar við eldstöðvar
þessar. Saga þeirra, sú er við þekkjum, er stutt. Hún gerðist
fyrir rúmum 160 árum, og kalla má, að um hana höfum við
óvenjulega góðar og glöggar heimildir frá hendi manna, er
sjálfir fylgdust með tíðindum og kynntu sér rækilega verks-
mnmerki, er orðin voru. Er þar fyrst að nefna rit Jóns prófasts
Steingrímssonar, og því næst lýsingu Magnúsar Stephensens
um Skaftárelda. Heimildir þessar, einkum rit Jóns Steingríms-
sonar, eru svo vel kunnar þorra manna, að óþarl'i er að gera
nánari grein fyrir þeim. Aðrar l'rásagnir um eldana sjálfa
haí'a yfirleitt lítið gildi.
Um tíðindi þau, er fylgdu í kjölfar Skaftárelda, móðuliarð-
indin, og afleiðingar þeirra, er heimildum nokkuð á annan vcg
farið. Að vísu er mikinn fróðleik að finna um þessi efni í rit-
um þeirra Jóns Steingrímssonar og Magnúsar Stephensens,
sem fyrr gelur, einkum að því er snertir eldsveitirnar sjálfar
og hin nálægari héruð. En annars eru heimildir dreifðar og
erfitt að fá fullt yfirlit um þær, og auk þess eru þær vand-
metnar, sumar. Þannig eru t. d. hagskýrslur frá þessum tíma
1) I>. Th.: Lýs. ísl. II., bls. 150—155.