Andvari - 01.01.1945, Side 71
ANDVARl
Við Skaftárelda
67
varhugaverðar, og veldur þar mestu, að gögnin, sem þær eru
samdar eftir, voru í upphafi glompótt, og yfir þær glompur er
svo brúað með nokkurs konar líkindareikningi. Verða menn
að hal'a þetta í huga, er um er að ræða skýrslur um tjónið af
Skaftáreldum og móðuharðindunum, en þær er að finna í riti
Magnúsar Stephensens uin Skaftárelda, Islandslýsingu C. U.
D. Eggers, ritgerð Hannesar Finnssonar um hallæri og Eftir-
mælum 18. aldar, eftir Magnús Stephensen. Þess er þó trauð-
lega að vænta, að tölur þessar og skýrslur verði endurbættar
eftir frumgögnum, þótt til næðist, enda verður ekki gerð nein
tiíraun til þess hér. En ég vil aðeins benda á það, að þótt tala
kvikfénaðar, sem féll í harðindunum, sé ekki rengd, þá er
ástæða lil þess að trúa varlega meira eða minna áætlaðri tölu
kvikfjárins fyrir harðindin og þar af leiðandi öllum útreikn-
ingi, sem byggður er á þessu. Skal að því vikið siðar.
II.
Saga Skaftáreldanna sjálfra er í stuttu máli á þessa leið:
1. júní 1783 urðu menn í Vestur-Skaftafellssýslu varir við
allsnarpa landskjálftakippi, og varð þeirra jarðhræringa vart
óðru hverju næstu daga. Að morgni 8. júní kom í ljós gos-
mökkur mikill yfir Síðufjöllum, og brátt tók hið mikla jökul-
iljót, Skaftá, að þverra og þornaði loks upp með öllu, að öðru
en vötnum, er í liana runnu í byggð. 12. júní brauzt hraun-
straumur mikill fram úr Skaftárgljúfri og breiddi úr sér milli
Skaftártungu og Skálarfjalls á Síðu. Ágangur elds og vatns
fók nú að kreppa að byggðinni, og næstu daga eyddust nokkrir
bæir. 29. júní kom nýtt eldflóð fram úr Skaftárgljúfri og
ÍÚ'eindist í þrjár meginkvíslir. Rann hin vestasta niður far-
veg Landár, niður í Kúðafljót, og staðnæmdist fyrir ofan
Leiðvöll. Miðkvíslin stefndi á Landbrotið, en liin þriðja rann
austur með Síðunni og stöðvaðist loks 20. júlí hjá Systra-
stapa og þótti með ólíkindum (Eldmessa).
30. júlí kom hraunflóð mikið niður farveg Hverfisfljóts,
austan við Síðuna, og uggðu menn um hríð, að byggðin myndi
verða umkringd af eldi, en eigi fór svo. — Eldgosin héldust