Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 72

Andvari - 01.01.1945, Side 72
68 Þorkell Jóhannesson ANDVARI fram á haust og reyndar nokkru lengur, jafnvel fram í febr- úar 17841). Má þó kalla, að megingosinu létti undir lok októ- hermánaðar. En fram til þess tima hélzt það með litlum livíld- um, og nýir og nýir hraunstraumar veltust austur og vestur um farvegu hraunsins, hlóðust upp, er þeir mættu vötnum, eða brutu sér framrás lengri veg eða skemmri, þótt nú væri dregið úr ofurmagni gossins og l'ramrás eldsins niðri í byggð- inni stöðvuð. Hin nýju hraun voru viða geysiþykk, og hélzt Jengi ofsahiti undir hraunskorpunni. Og um þessar reginbreið- ur meira og minna glóðheitra hrauna hröktust vatnsföllin vegalaus um Janga hríð, allt fram á næsta vor, er Magnús Stephensen kom austur til rannsókna sinna. Var þá allt hraun- svæðið enn á kafi í svælu og' reyk frá gosstöðvum og heitum vatnsaganum, er flæddi innan um hraunin. Gal' hér á að líta verksummerki eftir mesta hraunflóð, er jarðfræðingar telja, að komið hafi lir iðrum jarðar í einu gosi. Þorvaldur Thor- oddsen telur, að flatarmál Skaftárhrauna nái yfir um 10 fer- hyrningsmílur, en rúrntak þess 400 þús. millj. teningsfeta, auk um 100 þús. millj. teningsfeta af öslcu og gjalli. Að sjálfsögðu eru tölur þessar engan veginn nákvæmar. í gosi þessu eyddust og skemmdust meira eða minna 29 jarðir af öskufalli, hrauni og vatnságangi. Mikið eyddist til fulls af góðu landi, en flestar byggðust jarðirnar af nýju, sum- ar fljótlega, aðrar eftir nokkuð langan tíma. En auk þess, sem hraunin lögðu undir sig mikið land og gott, urðu hér varan- legar skemmdir af ágangi vatna, er nú voru flæmd úr sínum fyrri farvegum. Hér hættust svo við skemmdir af rolcsandi úr árfarvegum, er þurrkazt höfðu upp við hraunrennslið, er það hreytti farvegum ánna. Bjuggu sveitirnar lengi að þess- um spjöllum. Þegar á fyrsta degi eldgossins varð nokkurt öskufall á Síðu og í Fljótshverfi, og þá þegar og' hina næstu daga gerði úrfelli öðru hverju, og var regnið blandið- ösku og hrennisteini og 1) M. St.: Kort Beskrivelse etc., Kh. 1785, hls. 27. Safn til sögu ísl. 1' -. hls. 32.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.