Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 77

Andvari - 01.01.1945, Page 77
ANDVAIU Við Skaftárelda 73 augnablikiun þyrlaðist hér upp í loftið grjót og jarðvegur, er var a. m. k. þriðjungi meira að rúmtaki en öll Slcaftárhraun, en þau voru 5 mánuði að renna. Gosmökkurinn upp af Krakatau var mældur, og reyndist hann 30 km á hæð, eða um 90 þús. fet, og munu engin dæmi sliks í eldfjallasögu jarðarinnar. „Gosi þessu fylg'di einkennileg reykjarmóða eða mistur í loft- hvolfinu. í nálægum löndum var loftið lengi fullt af dimmri móðu, og ýrði úr henni öskudusti víðs vegar um Indlandsliaf og' nálæg höf, en móðan breiddist brátt út miklu víðar og að lokum yfir lofthvolfið allt, þó hún væri mjög þunn víðast fvrir utan brunabeltið." — Fylgdu móðunni óvenjuleg og fögur litabrigði á lofti og héldust ljósfyrirbrigði þessi árið 1884, en fóru þó rénandi. „Ég man ekki eftir, að ég hafi séð eins fögur sólarlög' og sólaruppkomur eins og ég sá á öræfum á íslandi sumarið 1884“ segir Þorvaldur Thoroddsen. El' litið er til helztu einkenna eldreykjarmóðunnar 1783, kemur í ljós, að hún líkist um margt því, sem nú var greint Om Krakataugosið. í Færeyjum og á hafinu rnilli íslands og Oanmerkur verður vart allmikils öskufalls, svo og á nokkr- uni stöðum í Noregi, og' í Caithness á Skotlandi olli öskufall skemmdum á ökrum. Talað er auk heldur um öskuvott, er vart varð í Danmörku og' Hollandi. Þetta má kalla hliðstætt öskufallinu 1883, þótt það væri víðtækara og stórfelldara. Mest bar 1783 á einltennilega dimmri móðu, mistri og litbrigð- U]n á lofti. Sólin virtist víða einnkennilega rauð (Danmörk, England, Mið-Evrópulönd, Holland, Frakkland, Italía). Hér 'neð fylgdi hitasvækja og óvenjulega þurrt loft. Sums staðar er talað um brennisteinslykt í sambandi við þurra þoku, blá- leita eða rauðleita. Hér er líku máli að gegna og fyrr var að yikið um öskufallið: Loftmóðan 1783 nær yfir minna svæði, t'erst ekki eins hátt upp í hin efri loftlög, að því er helzt verð- Ur séð. Litafyrirbrigðin á lofli eru reyndar nokkuð frábrugðin °8’ ekki er þess getið, að Ivrakataugosinu fylgdi nein sérstök °hollusta, svo sem var um eldreykjarmóðuna 1783 hér á landi, sem síðar skal að vikið. Þessi munur gæti m. a. hafa slafað af h'i, hversu hátt gosið 1883 barst frá jörðu við sprenginguna.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.