Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 79

Andvari - 01.01.1945, Page 79
A N'DVARI Við Skaftárelda 75 irtekt norðan lands 1783, að stundum barst sorti og öskuryk nieð norðanveðri, en bjartara var yfir með sunnanveðrum. Lætur hann sér detta í hug, að norðanáttin hafi horið með sér ösku aftur inn yfir landið, er drifið hafði yfir hátt í lofli með sunnanveðrum. Er hann sýnilega vantrúaður á, að gosið hafi þá norður í hafi. Þess er samt vert að geta, að til eru — að vísu heldur lauslegar — sagnir frá síðari tímum um eldsum- hrot á þessum slóðum.1) Þegar atriði þau, sem hér var til bent, eru athuguð nánara, hvert fyrir sig og öll samt, verður niðurstaðan á þessa leið: Enginn efi er á því, að móðan mikla 1783 stafaði af jarðeldi og átti upptök sín á íslandi, eða þar í grennd. Hitt er vafamál, hvort hún hafi alls kostar stafað frá Skaftáreldum. Öskufallið úr Skaftárgígum virðist trauðlega hafa verið svo stórfenglegt, að líklegt sé, að þess hafi orðið vart i nálægum löndum með þeim hætti, sem fyrr var getið. Hins vegar gæti hér hafa verið uni að ræða samverkandi áhrif eldsumbrota við Grímsvötn og i hafinu norðan og vestan við landið. En um þetta verður nú ekkert nánara vitað. V. Um eldreykjarmóðuna hér á landi, er að visu stafaði frá Skaftáreldum, þótt fleiri stoðir hafi kunnað að renna undir liana, sbr. það, sem áður var sagt, skulu tilfærðar nokkrar samtíma heimildir, úr ýmsum hlutum landsins. Til liægðar- auka verður hér til fært í einu lagi það, sem þessar lieimildir greina um móðuna sjálfa og áhril’ liins mengaða lofts á gróð- Ur °g þrif búpenings, þar sem þess getur, og visað til þess siðan, þegar rætt verður um almenn áhrif Skaftárelda. í Höskuldsstaðaannál Magnúsar prests Péturssonar er eld- nmðunni norðanlands 1783 lýst svo: Eftir trinitatis „kom milc- !ð mistur, nióða og dimma í loftið hvarvetna, svo vart mátti sól sja í heiðskíru. Eftir sólhvörf 21. júní kom votviðri, regn með þoku; livítnaði þá andlit jarðar, grasið visnaði upp sem brunn- !ð væri; málnytan missti mjólk; sól var að sjá sem hlóðrauð U Lýs. fsl. II., ])ls. 83—84.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.