Andvari - 01.01.1945, Side 82
78
Þorkell Jólíannesson
ANDVARl
hún fyrst upp aftur. Hvorki fékkst hreint sólskin eða hreint
loft né vindur og ei heldur náttúrlegt náttfall. Ólyktin af loft-
inu þangbeisk og ýldulcennd í marga daga, að margir, sérdeilis
brjóstveikir, máttu ei né gátu andann dregið af loftinu meir en
til hálfs, einkanlega þá sól var ei á lofti. 14.—20. júlí, er eld-
urinn brauzt niður fyrir Stapafoss í Skaftá, sást hvorki til
lofts né sólar það minnsta af þeirri þykku reyicjareldgufu og
svælu, er yfir lá. Eldmessudaginn, 20. júlí, var svo þykk hita-
svæla og þoka, sem lagði af eldinum ofan farveg Skaftár, að
kirkjan á Kirkjubæjarklaustri sást naumlega úr klausturdyr-
unum. Undir júlílok, er austurgjáin tók að gjósa og eldurinn
rann fram um farveg Hverfisfljóts austan við Síðuna, fylltist
svæðið milli eldanna með reyk og svælu, með óþolandi ódaun
og fýlu. Var ólyktin úr vestari eldinum því lík sem þá slökkt
er á steinkolum í lceitu, en úr austureldinum sem brenndur
væri blautur arfi. Féll úr eldmökknum úldið og söndugt steypi-
regn með eldingum og reiðarþrumum. Fyrstu viku september-
mánaðar gelck þoka og svæla með regni, þrumum og eldingum.
Aldrei sá regnboga um sumamð, frá því eldarnir byrjuðu til
21. sept. Fór þá að draga úr eldgosinu og eldmóðunni. Sól og
tungl fengu eðlilega birtu, nerna þegar þau sá i gegnum gufu-
mekkina. Lengi vetrar hélzt eldblámi á jörðinni með miklu ó-
heilnæmi í grasinu.
Lýsingar Jóns Steingrímssonar eru að sjálfsögðu með nokk-
uð öðrum hlæ en frásagnir þær, sem fyrr var að vikið. Mestu
munar, að allt er hér sterkari liturii dregið og stórfelldara,
sandfallið meira og eldsvælan rammari og þykkri. Að öði'U
ber ekki í milli. Það er efalaust, að mikið af svælu þeirri, sein
grúfði yfir eldstöðvunum 1783, stafaði af því, að hin miklu jök-
ulvötn, Skaftá og Hverfisfljót, týndu farvegum sínum, flæddu
lit yfir glóandi hraunin og gufuðu upp í ofsahita jarðeldsins.
Má nærri geta, að gufan af því, er fúl jökulvötn stikna upp 1
vellandi liraunleðju, muni ekki fara vel í nösum. Um þetta eru
Skaftáreldar einsdæmi í eldfjallasögu landsins, eins og reynd-
ar sjálf eldmóðan. En um útbreiðslu eldmóðunnar mundi
nokkru orkað hafa gífurlegt útstreymi hitans og útþensla lofts-