Andvari - 01.01.1945, Page 84
80
Þorkell Jóhannesson
ANDVAIU
ið, sem fyrr var lýst, og með þeim afleiðingum, sem þar getur.
Hér skal þó nokkru við bætt. Hannes biskup Finnsson iýsir
nokkru nánar spjöllum þeim, sem á gróðri urðu þetta sumar, í
ritgerð sinni um hallæri. Blóm og' blöð jurta visnuðu og
skorpnuðu. f júlí var birki og fjalldrapalauf svart og skorpið,
sem sviðið væri. Skógar dóu suins staðar með öllu þetta ár og
bið næsta. Mátti mylja með höndum ofan til miðs kvistina,
sem áður voru blómgaðir. Vikur, sandur og brennisteinn féll á
jörðina, svo að búpeningur gekk hungraður og eirðarlaus um
sumarið. Efst í Biskupstungum var þessi brennisteinsrigning
svo megn, að granir og lágklaufir á nautpeningi nrðu gular af
því, sem við loddi. Heyskapur varð hinn bágasti, lieyin lítil og
menguð óhollustu. Urðu menn að fækka mjög búpeningi
haustið 1783, um þriðjung allt að helmingi, einkum nautpen-
ingi.
Þegar baustið 1783, er fé kom af fjalli, kom í Ijós, að sumt
af því var veikt af gaddi og beinabrigzlum, en af jiess háttar
veiki hafði þegar um sumarið sýkzt og drepizt alhnargt kvik-
fjár í eldsveitum eystra. Því líkir sjúkdómar hafa oft látið á sér
bóla í sambandi við eldgos, en aldrei jafnvíða né í jafnstórum
stíl, svo að sögur fari af. Hér var vafalaust u.m (fluor)eitrun
að ræða, en líklega einnig vane.ldi öðruin þræði. Það er eftir-
tektarvert, að í lýsing séra Jóns Steingrimssonar á veikindum
kvikfjárins, ber mjög á sömu einkennum og í lýsingu hans á
vanheilsu manna, sem eins og hann kemst að orði „ei höfðu
nög af gömlum og' beilnæmum mat pestartíð þessa af til enda“.
En þau veikindi voru raunar skyrbjúgur á hæsta stigi. Þetta
er staðreynd. Náttúrufræðingar geta trúlega skýrt það nokkuð,
hver áhrif það hefur á gróður jarðar, er veðri er svo farið suin-
arlangt sem hér var 1783, er loftið var þrungið af meira og
minna skaðvænum gufum og rylti, en sólar nýtur aldrei með
eðlilegum hætti. En er fénaður þreifst ekki af beitinni uni
sumarið, var þess enn síður að vænta, að hann þrifist af heyi
því, sem ]iá aflaðist, enda varð sú reyndin á. Aftur á móti hélzt
fénaður sæmilega af gömlum beyjum, þar sem þau voru tib
Um mannfólkið fór á líka leið. A haustnóttum 1783 horiði