Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 88

Andvari - 01.01.1945, Side 88
84 Þorkell Jóhannesson ANDVARt Er sýnt, að honum var frá upphafi mesta ömun að agaleysi því, er hér virlist ríkja, flakki og losæði um vistir, er að vísu kvað nokkuð að jafnan og átli rót sína í fornri óvenju öðrum þræði, en leiddi að nokkru af atvinnuháttum, er menn reikuðu milli sveita og verstöðva eftir því sem horfði hverju sinni um atvinnu. Um þessar mundir kvað meira að þessu en oftast fyrr. í hallærinu komst nýtt los á vistferli manna. Þrotbjarga fóllc var hvarvetna á reiki að leita sér viðurværis, og jók um- ferð þessi á vandræði þeirra, er við bú þraukuðu, en áttu ekki aflögu. Þessi rótlausi flokkur, sem jafnan var nógu fjöl- mennur, hafði fengið drjúgan liðsauka af niönnum, sem flosnað höfðu upp úr eldsveitunum, sumir hverjir, og'voru í rauninni fullkomlega og löglega vegalausir. Sýnt er, að því var hreyft í Rentulcammeri haustið 1784 meðal annarra bjargráða íslendingum til handa, að rélt myndi að flytja eitthvað af fólki þessu utan, lil Danmerkur og leita því bjargar þar. Ekki eru gögn fyrir hendi um það, hversu víðtækar þessar tillögur voru í upphafi, né liver þar hafi átt frumkvæði, en ég ætla efalaust, að Levetzow hafi verið frumkvöðull málsins, í kennslubókum olckar í íslendingasögu er fortakslaust frá því skýrt, að í ráði hafi verið 1785 að flytja alla íslendinga af Jandi brott og setja þá niður á Jótlandsheiðar. Flestum hefur minnisstætt orðið, að svo háglega hafi þjóðin eitt sinn stödd verið og ráðamenn hennar svo vonlausir um framtíð hennar, að til mála kæmi að flytja hana á brott og leggja landið í auðn. Hefur slíks að vonum oft minnzt verið og talið eitt ljósasta vilnið um óstjórn Dana og illa meðferð þeirra á landi og þjóð. Rélt er að geta þess, að saga þessi er næsta gömul í fyrstu gerð sinni. Hannes bislcup Finnsson getur þess í ritgerð sinni uni hallæri, er út kom 1796, „að jafnvel 1784 var komið fyrir al- vöru í tal að sækja allt fóllc út úr landinu til Danmerkur og gera þar af því nýbýlinga".1) Ritgerð þessi hefur jafnan þótt stórmerk og víða til hennar vitnað. Kom hún og út á dönsku 1) Rit bess ísl. lœrdómslistafélags 14. bd., bls. 177—78. Sbr. M. St.: Is- land i det 18. Aarhdr., ])ls. 428—29; Jón Espólín: Árbœkur íslands XI. deild, bls. 43.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.