Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 96

Andvari - 01.01.1945, Page 96
92 Jón Emil Guðjónsson ANDVARI slík tilraun geli treyst það samstarf, sem æskilegt er að sé milli tiins fjölmenna félagalnips og' útgáfustjórnarinnar. Því miður hafa bækur útgáfunnar eigi kornið svo reglulega út sem slcyldi. Hefur margt orðið til að seinka svo umfangs- mikilli útgáfu sem þessari. Má þar t. d. nefna erfiðleika um útvegun pappírs, prentun og'bókband. Hefur orðið að treysta mjög á skilning og velvilja félagá og umboðsmanna í þessum efnum. Það hefur líka verið lán hennar, að þeir hafa yfirleitt tekið þessum erfiðleikum vel. Nú eru horfur á, að bráðlega takist að koma betra skipu- lag'i á um útkomutíma bókanna, enda er einskis látið ófreist- að í því skyni. Nú er t. d. unnið í fjórum prentsmiðjum að bókum fyrir úgáfuna. Umboðsmenn útgáfunnar, sem annast dreifingu bókanna, hver í sinu umboði, eru nú 173. Þeir hafa næstum allir reynzt mjög skilvísir og ötulir. Er jjað ómetanlega mikils virði, bæði fyrir útgáfuna sjálfa og hina mörgu félaga, sem búsettir eru í hverri einustu sveit og kaupstað á landinu. Útgáfan vill hér með nota tækifærið til að þakka viðskipta- mönnum sínum, bæði félögum og umboðsmönnum, ánægju- legt samstarf. Ef þeir hefðu eigi tekið henni svo vel og sýnt henni velvild og þolinmæði í erfiðleikum byrjunaráranna, hefði eigi verið hægt að halda þessari víðtæku útgáfustarf- semi áfram. Hér er aðeins hægt að vikja nokkrum orðum að útgáfustarf- inu á næstunni. Hin gömlu og þjóðlegu rit, Andvari og Alman- ak Þjóðvinafélagsins, eru að sjálfsögðu meðal hinna árlegu félagsbóka. Gerist eigi þörf að kynna lesendum þau sérstaklega. Næsta skáldsaga heitir Dóttir landnemans. Hún er eftir franskan rithöfund, Louis Hémon að nafni, en Karl ísfeld rit- stjóri hefur snúið henni á íslenzku. Saga þessi gerist í ný- lendu Frakka í Kanada. Þar segir l'rá franskri fjölskyldu, sem tekur sig upp hvað eftir annað og ryður alltaf nýtt og nýtt land. Inn í þá frásögu er fléttað ástarsögu ungrar stúlku, sem velur á milli þess að hverfa til þæginda stórborgarlífsins eða lifa áfram við hin kröppu kjör landnemans.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.