Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 98

Andvari - 01.01.1945, Page 98
94 Samstarf Þjóðvinafélagsins og Menntamálar&ðs ANDVAitr um ástæðum getur ekkert bindi komið út á þessu ári, en síðan verður reynt að hraða þessari útgáíu svo sem kostur er á. Allar menningarþjóðir leggja áherzlu á ýtarlegar rannsóknir á náttúru lands síns, enda eru þær grundvöllur undir hagnýt- ingu náttúruauðæfanna. Hér eru margir náttúrufræðingar starfandi. En þjóðina vantar enn ýtarlegt lieildarrit um landið. Er óneitanlega mikil þörf að bæta úr því. Hin nýja íslandslýsmg er stærsta fyrirtækið, sem þessi bóka- útgáfa hefur hingað lil ráðizt í. Hún mun verða alls 10 bindi, 450—500 bls. að stærð hvert, í nokkru stærra broti en Saga ís- lendinga. í fyrsta og öðru bindi verður almenn lýsing á Is- landi og um niyndun þess og ævi. Þriðja og fjórða bindi munu fjalla um þjóðhætli. Eimmta til níunda bihdi verða héraða- lýsingar. Siðasta bindið verður um hálendið og flytur auk þess efnisyfirlit. —■ Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari er ritstjóri alls verksins. Gert er ráð fyrir, að fyrsta bindið komi út á árinu 1947. Hafa þegar verið ráðnir 10 náttúrufræð- ingar til að semja það. —■ Bráðlega verður hafin áskriftasöfn- un að jjessu milda ritverki. Verður þá um leið gerð ýtarleg grein fyrir útgáfunni í heild. Af þessu stutta yfirliti má sjá, hvert stefnt er með útgáfu- starfið á næstunni. Útgáfan sækist ekki eftir augnabliksrit- um, þólt vænleg sé til slcyndisölu, heldur bólcum, sem hafa var- anlegt gildi og geta sómt sér vel um langan aldur í sérhverju íslenzku bókasafni. í október 1945. Ef ni. Þorstcinn Gíslason, eftir próf. Alcxander Jóhannesson ... Lýðveldishugvekja um islenzkt mál, eftir Meistara H. H. . Við Skaftárelda, eftir próf. Þorkel Jóhannesson ....... Samstarf Þjóðvinafélagsins og Menntamálaráðs, cftir Jón Emil Guðjónsson 91—94

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.