Andvari - 01.01.1921, Page 11
Andvaril.
Jón Ólafsson.
7
gott af þessum utanlandsferðum sínum, þótt erfitt
hafi hann átt uppdráttar oft og einatt í þeim hrakn-
ingum. Hann fór landkönnunarferð vestur til Alaska,
og virðist það liafa verið hugsun hans þá, að koma
þar upp íslenskri nýlendu. En meðan Jón var vestan
hafs í þetta sinn, lauk stjórnmálabaráttunni í bráð
með setningu stöðulaganna 1873^ og stjórnarskránni
1874. Hjöðnuðu þá um hríð æsingaöldurnar frá um-
liðnum árum, enda þótt málalokin fullnægðu ekki
kröfum Jóns Sigurðssonar og hann væri ekki ánægður
með þau. En þátttaka J. Ol. í stjórnmálabaráttunni
fyrir 1874 hafði verið á þá leið, að fyrir hana var
hann orðinn þjóðkunnur maður og mjög umtalaður
um land alt, þótt ungur væri. Sjera Matth. Jochums-
son segir, að vinir hans hafi á þeim árum staðið
hræddir og höggdofa yfir aðförum hans, en höfð-
ingjunum, sem hann deildi við, hafi ofboðið. Sjera
Eiríkur Briem segir, að á æskuárum Jóns hafi fjörið
verið svo mikið, að hann hafi stundum eigi fengið
við það ráðið. Enginn efi er á því, að greinar hans
og kvæði frá þessum árum hafa haft áhrif á hugi
margra manna, enda segist E. Br. vita dæmi þess,
að menn, sem annars hafi látið sig stjórnmáladeilur
litlu skifta, liafi aldrei gengið fram hjá stjórnmála-
greinum eftir J. Ól. án þess að lesa þær. Annars
þroskuðust skoðanir J. Ól. snemma, enda rak hann
sig snemma á og íjekk meiri lífsreynslu en títt er
um menn á lians reki. Þrátt fyrir gönuskeiðin var
hann í eðli sínu athugull maður, alveg laus við ein-
strengingshátt í skoðunum, en hneigður til þess að
líta á mál þau, sem hann fjekst við, frá öllum hlið-
um. Danahatrið, sem fram kemur hjá honum í »ís-
lendingabrag«, var hugsanaferill, sem hann komst
'1