Andvari - 01.01.1921, Síða 24
20
Norðurreiðin 1849 og síðar.
[Andvari.
móti fjell »festu«-greiðslan hvað eftir annað af sömu
jörð. Grímur amtmaður fór ekki sjálfur varhluta af
dómum manna. Norðan úr Eyjafirði bárust sögur af
amtmanni, ýmsar ósnotrar; hann veitti mönnum ekki
viðtal; sneri út úr fyrir þeim, sem hann talaði við,
og heimtaði alt skriflegt, sem kom sjer illa fyrir 1850,
þegar allmargir voru lítt skrifandi, þó almenningur
ætti að heita læs. Skagfirðingar kölluðu hann harð-
stjóra og höfðu eftir Eyfirðingum, að hann hneigðist
mjög til drykkjar, væri reiðigjarn mjög, og liti niður
á alinenning. Eyfirðingar tóku sig saman um að
koma ekki á »festu«-uppboðin; og tókust svo vel
samtökin að kúgildisleigur einar voru boðnar í Möðru-
velli í Hörgárdal, og það af kvenmanni, sem var
hjá amtmanninum á Möðruvöllum. Samtök Skag-
flrðinga um að koma ekki á »festu«-uppboðin tókust
þeim miklu miður. Síðla veturinn 1848—49 fjekk
Gísli Konráðsson nafnlaust brjef frá Hákoni Espólín
presti á Stærra-Árskógi, og í því var herhvöt til
fundarhalda um landsmál, og líklegast var þar getið
amtmannsins. Síra Hákon þekti Gísla frá Frosta-
stöðum og hefur trúað honum vel, og þekt Skag-
firðinga að því að þaðan var helst framkvæmda von
norðanlands. Þetta brjef mun Gísli hafa farið með
til Jóns alþingismanns Samsonssonar í Keldudal.
Þegar hann hafði borið sig saman við Jón Samsons-
son, sem mun hafa neitað, að kveðja til funda undir
sínu eigin nafni, þá sendi Gísli Konráðsson eftirrit
af brjefinu til vinar síns Tómasar Tómassonar á
Hvalsnesi á Skaga, og fleirum mun hann hafa sýnt
brjefið, og má mikið vera hafi Sigurður Guðmunds-
son á Heiði meðal annara ekki fengið að sjá afrit
af því. t*að er heldur ekki ólíklegt, að Tómas Tóm-