Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 26
22
Norðurreiðin 1849 og siðar.
[Andvari.
svifta presta og kirkju þeim tekjum. Annað aðal-
málið var um kúgildi á jörðum, þeir vildu, sem því
máli hreyfðu reka kúgildi heim til landsdrotna. Jafn-
framt sem það sýnir, að fjenaður hafði aukist að
nokkrum mun, úr því að svo þótti sem leiguliðar
gætu komist af án kúgildanna á jörðunum, þá sýnir
það jafnframt, að þeir menn, sem höfðu sett upp
dagsskrá fundarins, voru að einhverju leyti gegnsýrðir
af frönsku stjórnarbyltingunni, en það voru þeir báðir
Gísli Konráðsson og Tómas Tómasson á Hvalsnesi.
Jón Samsonsson mun þó hafa kveðið bæði þessi
mál niður, einkum hið síðara, með því að segja
fundarmönnum, að ný landbúnaðarlög væru í undir-
búningi, ásamt nýja jarðamati, og að bezt væri að
biða þeirra, áður en samþyktir væru gerðar um þetta
efni. Þar var enn fremur tekið fyrir, að skipa þyrfti
nefnd til að rannsaka, hvort þær tekjur sem fengust
þá af landinu, væru ekki nægar til að standast út-
gjöldin, og kom sú tillaga aftur fram á Pingvalla-
fundinum 1849.
Þá voru rædd vandræði þau, er »lögðust á fyrir
harðstjórn amtmanns«. Nefnd var kosin í málið, og
hlutu kosningu Tómas Tómasson á Hvalsnesi,
Gunnar hreppstjóri Gunnarsson á Skíðastöðum, Sig-
urður Guðmundssnn á Heiði, Gísli Konráðsson á
Húsabökkum og Indriði sonur hans. Nefnd og
fundarmönnum kom saman um að ríða norður að
Möðruvöllum og biðja amtmanninn að leggja em-
bætti sitt niður. Áður skyldi þó halda annan fund
að Vallalaug. Að ekki var farið þá þegar, getur hafa
komið af tveimur ástæðum: Þeir þurftu að ná til
Eyfirðinga áður, sem höfðu hvatt mjög til einhverra
slíkra aðgjörða, og var því skylt að vera i förinni