Andvari - 01.01.1921, Side 32
28
Norðurreiðin 1849 og síðar.
lAndvari.
því þeir voru farnir af stað áður. Að 63 manns leggi
á flótta fyrir einum, er lítt hugsandi, enda fer B. Th.
M. ofan af þvi. Þeir síðustu, sem gengu burt, urðu
þess varir, að amtmaður benti þeim, og vildi tala
við þá, en þeir gerðu það ekki, og leggur B. Th. M.
það út sem ragmenskumerki. Þeir höfðu ekkert um-
boð til að semja við amtmanninn. Þeir áttu að eins
að koma seðlinum til hans, en taia sem minst við
hann, til þess þeir ekki segðu neitt sem hafa mátli á.
t*eir voru svo margir sem þeir voru, til að sýna að
almennur vilji lægi á bak við, þótt seðillinn væri
ekki undirskrifaður af neinum. Þeir höfðu nú lokið
erindi sínu, og amtmaður hafði fengið það skriflegt,
eins og hann mundi helst hafa á kosið. Og ef þeir
ljetu undir höfuð leggjast að tala við hann, þegar
hann óskaði þess, þá hafði hann stundum gert amts-
búum sömu skil. Margir af norðurreiðarmönnum
vissu ekki, að amtmaður hefði komið út fyrr en síðar.
Eftir að þeir voru farnir burtu, veiktist amtmaður
brátt aftur, og B. Th. M. segir, að þetta muni vegna
aldurs og sjúkleika hafa lagst fremur þungt á hann.
Hann dó 7. Júní 1849. í kirkjubókunum stendur að
hann hafi látist »af brjóstþyngslum«, sem bendir á
bilað hjarta.
Það var vorleysing yfir landinu árið 1849. Flestar
sýslur á landinu hugsuðu til að senda menn á Þing-
vallafund, sem átti að vera fyrir þing, og margar
gerðu það; sumar heyktust. Skaftfellingar höfðu á
orði að senda á Þingvallafund 20 manns, en af því
merkur maður hafði skrifað þangað, að fundurinn
mundi lítt stoöa, kom enginn þaðan. Skagfirðingar
höfðu lifað á ný í »Norðurreið« nokkrar linur úr
Sturlungu, og sátu á hestbaki, ef svo mætti segja,