Andvari - 01.01.1921, Side 33
Andvari].
Noröurreiöin 1849 og síðar.
29
þeim þótti víst ekki sæma að fara þegar af baki
aftur. Peir nafnkunnustu, sem fóru, voru þeir Tómas
Tómasson á Hvalsnesi, Gísli Konráðsson, Sigvaldi
Jónsson og Ólafur Ólafsson, sem lengi var kallaður
»stúdent«. Alls riðu 8 hjeraðsmenn til Pingvalla-
fundar með Jóni Samsonssyni. Á Þingvallafundi
mun Pjetur prófessor Pjetursson hafa ráðið lögum
og lofum. Skagfirðingar frjettu, að ekki mundi óhætt
að koma til Reykjavíkur, því þeir mundu verða
teknir fastir, er þangað kæmi, en fengu góðar mót-
tökur hjá þeim sem þeir þektu, þegar þeir kornu
þar. Einhverjir þjóðkjörnir þingmenn höfðu haft á
orði að bægja Jóni Samsonssyni frá þingsetu fyrir
afskifti hans af »Norðurreið«, en hafi nokkuð verið
til i því, þá hefur það fallið niður. líklega fyrir um-
mæli Rósenörns stiftamtmanns í þingsetningarræðu,
sem voru stíluð í þá átt, að hann hefði engar kærur
á hendur þingmönnum. Dómar Reykjavíkurblaðanna
um »Norðurreið« gengu hver í sína átt. Reykjavíkur-
pósturinn1) skýrði frá »Norðurreið«, hann leggur ekki
dóm á ástæður þeirra, sem norður fóru, hann leggur
ekki dóm á embættisfærslu amtmanns, sem var dá-
inn, en hyggur, að þeir muni nú komnir til þeirrar
sannfæringar, að sú för hefði verið betur ófarin, og
að þeirra dæmi muni því fremur verða til viðvör-
unar en eftirbreytni. — »Við ættum að læra annað
en þetta af þeim sjálfræðishreyfingum, sem nú eru
uppi í öðrum löndum«. — Pjóðólfur2) er á öðru
máli en Reykjavíkurpósturinn, sem hefur sagt, að
það geti aldrei kallast sanngirni og sje stillingu
mjög fjarri, að alþýða taki sig saman að ráðleggja
1) Rvkpóstur 3 ár, bls. 146.
b fjóðólíur 1. árg„ bls. 79-80.