Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 36
32
Norðurreiðin 1849 og síðar.
| Andvnri.
þeir því að hafa farið för þessa til að vinna amt-
manni líkamlegt tjón; ráðgert hefði verið að sýna
ekki neina mótvörn, þótt amtmaður Ijeti ótriðlega að
þeim, eða hleypt væri af byssu á þá. Ástæðan til far-
arinnar var, að sumir þeirra höfðu verið óánægðir
með embættisfærslu amtmanns, en aðrir vissu al-
menna óánægju með hana. Orðin á seðlinum, sem
þeir áttu að koma af sjer: »Áður en verr fer« skildu
þeir svo, að átt væri við: áður en þeir yrðu neyddir
til að kæra hann. Enga ástæðu þóttust þeir sjá til
að greiða kostnað af rannsókn þessari, þar sem hún
væri að öllu leyti ástæðulaus. AUur þorri »Norður-
reiðar« manna í Skagafirði mætti aldrei fyrir rjetti,
þó þeim væri stefnt. En hreppstjórar og Jón Sam-
sonsson komu óstefndir til rjettarhaldanna, þegar
Briem mæltist til þess. Jón Samsonsson hafði verið
forseti á báðum fundunum, Karlsár- og Vallalaugar,
og liafði haft það aðalstarf að halda reglu á um-
ræðunum. Hann hafði ekki boðað Karlsárfund, og
hafði verið boðaður þangað sjálfur, því þar ætti að
tala um þjóðmál. Sá fundur hafði aftur ákveðið
Vallalaugarfund. Hann sagðist hafa verið alveg sam-
þykkur því, sem á fundunum gerðist. Hann vissi
ekki, hver hafði komið fyrstur upp með það, að
Grímur Johnsson ætti að fara frá, en það hefði verið
almenningsálit þar í hjeraðinu. Orðin »áður en verr
fer« skildi hann eins og hinir, áður en þeir yrðu
neyddir til að kæra amtmann. Ástæða Skagfirðinga
var helzt sú, að á Karlsárfundi hefði honum og öðr-
um komið saman um, að amtmaður »stýrði klaustur-
jörðunum gegn Iögum« og ætti því að segja af sjer.
Það voru »festu«-uppboðin, sem Skagfirðingar álitu
móti islenzkum lögum.