Andvari - 01.01.1921, Síða 47
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
43
hún gýtur hér). Kringum 1890 sagði hann mér, að
hámeri hefði rekið dauða í hópum um vetur með
öllum Landeyjasandi og í Eyjafjallasandi og jafnvel
lengra austur með, án þess að menn vissu nokkura
orsök til. Síðan hefir verið lítið um hana.
Um ýmsar nýungar viðvíkjandi nokkurum djúp-
fiskum frá suður- og suðvesturströndinni hefi eg
getið í stuttri ritgerð með skýrslu Náttúrufræðisfé-
lagsins í ár (1919—20).
Kötlugosið 1918 og áhrif pess á fisk og fiskveiðar.
Þegar Katla tók að gjósa haustið 1918, voru góðar
gæftir og bezti afli með allri strönd landsins frá Vest-
manneyjum til Vestfjarða. Urðu menn þá hræddir um,
að gosið (einkum öskufallið í sjóinn) mundi hafa ill
áhrif, fæla burtu fiskinn, ef ekki tortíma honum, því
að eitthvað hefir heyrst um að þess konar hafi komið
fyrir áður í eldgosum. Eg athugaði þetta atriði, þar
sem eg náði til, með því að bera saman aflabrögðin
á undan og eftir gosinu, og leita upplýsinga annars
staðar frá. — í Vestmanneyjum fortóku menn, að
gosið hefði haft nokkur áhrif á fisk og afla; var
róið þar daglega meðan gosið stóð yfir og kom þó
svo mikill öldugangur við eyjarnar undan (o: sem
afleiðing af) hlaupinu í sjóinn, 3—4 stundum eftir
að kom, að sogadráttur var í höfninni, eins og í
versta austan-hafróti eða verra, og vikur flaut um
allan sjó. Lengra vestur með varð ekki heldur ríeinna
áhrifa vart, né á Faxaflóa eða annars staðar, þar
sem eg hefi haft fregnir af frá sjó. Aftur á móti var
mér sagt af skilríkum manni, að tekið hefði fyrir
alla veiða i Þingvallavatni; öskulag hafði lagst á
riðblettina, sem fiskurinn var búinn að hreinsa, og