Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1921, Page 53

Andvari - 01.01.1921, Page 53
Andvarl]. Fiskirannsóknir 1919 og 1920. 49 og í stærsta þorskinum sem veiddist (undir Horninu) meðan eg var þar (hann var 150 cm.) voru 3 stein- bitar, c. 40 cm. í ýsunni voru mest ormar. í röstinni er harður botn með leirpollum á milli, og þar fæst ýsan, en á harða botninum er mikill polýpa-»gróður« og möttuldýr (Tanicata), og kemur oft mikið af því á lóðarönglana. Á heimleiðinni kom eg á Búðareyri í Reyðarfirði. Þar voru þá tveir mótorbátar nýkomnir af fiski úti í kringum Skrúð og fyrir utan Seley. Aflinn var heldur lítill að tölu; það var mest þorskur, en æði ólíkur að stærð, þyrsklingur og stútungur og svo stórþorskar (»fyrirtök«, »aular«) 120—130 cm., en ekkert þar í milli. Svo var nokkuð af stórýsu, stein- bít, stofnlúðu og hlýra og 2 smákeilur. Á hvorn bát fengust 10—15 af þessum stóru þorskum og voru allir hryggnur, nema tveir, og í mögum þeirra sem ekki voru tómir, var ýsa, þyrsklingur, steinbítur og í einum hornóttur blágrýtissteinn. — Eg hefi með þessu gefið dálitla hugmynd um hvers konar fiskur veiðist helst á heimamiðum við Austfirði á sumrin og er þyrsklingur og stútungur (o: óþroskaður þorskur) þar yfirgnæfandi (sbr. síðar), en innan um smáfiskinn fást mjög stórir fiskar á stangli, og stærsta fiska af því tægi, sem eg hefi fregnir af, fékk Konráð Hjálmarsson við Glettinganes, voru þeir 2, annar 85 og hinn 95 pd. óslægðir, með höfði og hala, báðir vel feitir. Það var um 1890 og oft fékk hann þau árin 40—50 pd. fiska, óslægða. Svona inargt af »einangruðum« stórþorskum virðist ekki fást við aðrar strendur landsins. Sildveiði var engin á Austfjörðum meðan eg var þar og hefir verið þar lítil siðustu árin, og síld fór
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.