Andvari - 01.01.1921, Síða 53
Andvarl].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
49
og í stærsta þorskinum sem veiddist (undir Horninu)
meðan eg var þar (hann var 150 cm.) voru 3 stein-
bitar, c. 40 cm. í ýsunni voru mest ormar. í röstinni
er harður botn með leirpollum á milli, og þar fæst
ýsan, en á harða botninum er mikill polýpa-»gróður«
og möttuldýr (Tanicata), og kemur oft mikið af því
á lóðarönglana.
Á heimleiðinni kom eg á Búðareyri í Reyðarfirði.
Þar voru þá tveir mótorbátar nýkomnir af fiski úti
í kringum Skrúð og fyrir utan Seley. Aflinn var
heldur lítill að tölu; það var mest þorskur, en æði
ólíkur að stærð, þyrsklingur og stútungur og svo
stórþorskar (»fyrirtök«, »aular«) 120—130 cm., en
ekkert þar í milli. Svo var nokkuð af stórýsu, stein-
bít, stofnlúðu og hlýra og 2 smákeilur. Á hvorn bát
fengust 10—15 af þessum stóru þorskum og voru
allir hryggnur, nema tveir, og í mögum þeirra sem
ekki voru tómir, var ýsa, þyrsklingur, steinbítur og
í einum hornóttur blágrýtissteinn. — Eg hefi með
þessu gefið dálitla hugmynd um hvers konar fiskur
veiðist helst á heimamiðum við Austfirði á sumrin
og er þyrsklingur og stútungur (o: óþroskaður
þorskur) þar yfirgnæfandi (sbr. síðar), en innan um
smáfiskinn fást mjög stórir fiskar á stangli, og stærsta
fiska af því tægi, sem eg hefi fregnir af, fékk Konráð
Hjálmarsson við Glettinganes, voru þeir 2, annar
85 og hinn 95 pd. óslægðir, með höfði og hala, báðir
vel feitir. Það var um 1890 og oft fékk hann þau
árin 40—50 pd. fiska, óslægða. Svona inargt af
»einangruðum« stórþorskum virðist ekki fást við
aðrar strendur landsins.
Sildveiði var engin á Austfjörðum meðan eg var
þar og hefir verið þar lítil siðustu árin, og síld fór