Andvari - 01.01.1921, Side 56
52
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
Andvari].
Eg skoðaði eitt tré, sem tekið var úr 28 ára gam-
alli bryggju á Norðíirði; hún var farin að skemmast
af tréœlu. Þetta tré, sem var sívalt og c. 8" í þver-
mál, var etið til helmings af þvermáli, frá botni og
1 metra upp. Var í því mergð af lifandi dýrum,
mörg af þeim hálfvaxin. Er þetta i fyrsta skifti, að
eg hefi séð þennan skaðræðisgrip lifandi á Austur-
landi, þó að eg og fleiri hafl séð »handaverkin«
hans þar áður (sjá skýrslu mína 1913 — 14).
Ferðin heim.
Eg fór af stað heim á leið frá Norðflrði að morgni
10. ág., á »Suðurlandi«, og kom við á öllum fjörð-
unum. Á Fáskrúðsfirði sá eg afla úr nokkrum mótor-
bátum, sem höfðu fiskað á miðum út af Papey, 6
tíma ferð að heiman. Aflinn var mest stútungur og
þorskur af vanalegri stærð (o: 80—110 sm.), og svo
langa, ýsa, skata og heilagfiski, allólíkur afli því
sem er lengra norður, og líkari sunnlenskum (suður-
strandar) fiski, t. d. langan.
Með því að skipið stóð svo lengi við á Djúpavogi,
fékk eg tíma til að heimsækja gamlan vin minn og
sambekking, lækninn á Búlandsnesi. Þar fékk eg
tækifæri til að sjá töluvert af »lúrum« þeim, sem
veiddar eru alment í lónunum á suðausturströndinni
(Hamarsfirði — Hornafirði). Petta er alt ungur fisk-
ur, 15—30 cm. langur, og mestmegnis skarkoli (1—2°/o
af því sem eg sá var sandkoli); alt saman ókyns-
þroskaður fiskur, 3—5 vetra gamall.
Á Hornafirði lá skipið hálfan sólarhring og fékk
eg þar með tækifæri til að sjá hina nýju mótorbáta-
verstöð þar í Höfn. Þó að staðurinn liggi ágætlega