Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 57
Andvari]. Fiskirannsóknir 1919 og 1920. 53
við til veiða, þar sem fiskinn þarf ekki að sækja
nema örskamt út fyrir ósinn“(brimgarðinn), þá eru
þó ýmsir gallar á, fyrst og fremst ósinn sjálfur, sem
með sínum mikla straumi gerir róðrarbátum ókleift
að fara um hann, nema þegar vel stendur á, og lok-
ast oft að utanverðu af briminu sem brýtur þvert
fyrir hann. Þetta er ekki gott að bæta, en þegar inn
er komið, inn á fjörðinn, er bæði grunt og ísrek
mikið úr fljótunum. Hvorttveggja þetta mætti laga,
og þyrfti að laga hið bráðasta. Það er afar mikils
virði fyrir mótorbátaútveg AustfirðÍDga, að eiga at-
hvarf í Hornafirði fyrir báta sína á vetrarvertíð og
geta þar með stytt hinn langa tíma, sem þeir annars
yrðu að »halda heilagt« heima, og sparað sér langar
og dýrar ferðir á hin fjarlægu, fiskisælu mið þar suður,
og því sanngjarnt, að ríkið hjálpi að svo miklu leyti
sem það frekast getur, að greiða götu fiskimanna á
þeim slóðum, með nauðsynlegum leiðarljósum og
öðru því, sem nauðsyn krefur.
í vetur er leið, gengu ca. 40 mótorbátar úr Horna-
firði og voru aliir þeir austan af Fjörðum, nema 3
sem áttu heima í Höfn. Vertíðin stendur yfir frá
febrúar til aprílloka. Aðalveiðarfærið er lóð, en net
er líka farið að brúka.
II. Aldursrannsóknir.
Eins og eg hefi vikið að í upphafi skýrslu þessar,
hefi eg haldið áfram rannsóknum mínum á aldri og
vexti nokkurra nytjafiska tvö síðustu ár og fór ferðir
þær sem eg hefi nú skýrt frá aðallega í þeim erind-
um, að fá mér gögn til þess að halda rannsóknunum
áfram og ljúka við sumar af þeim.
4