Andvari - 01.01.1921, Side 66
62
Fiskirannsóknir 1919 og 1929.
[Andvari.
inn líkur að stærð og við suðurströndina, o: hæng-
arnir í kringum 70 cm. og hrygnurnar kringum 80
cm., en eru þó líka orðin töiuveit eldri, 7—8 vetra,
og margar hrygnur 8 vetra, og jafnvel einstaka 9
vetra, en aldrei gotið, þar sem æxlunarþroskinn
byrjar yfirleitt við suðvesturströndina, þegar fiskur-
inn er 5—6 vetra.
Eg hefi nú rannsakað aldur og vöxt á nær 4000
þorskum á allri stærð og öllum aldri, frá veturgömlu
og upp undir þrítugt, frá ýmsum stöðum alt i kring-
um landið, og auk þess haft til skoðunar þúsundir
af ungviði á 1. ári og eldra fiski, og hefir mér þannig,
vonast eg til, tekist að fá sæmilega rétta hugmynd
um þessi atriði, hvað þennan verðmætasta fisk vorn
snertir. Samfara aldurs- og vaxtarrannsóknunum hefi
eg haft tækifæri til að gera ýmsar athuganir um
æxlunarþroska og fæðu, og fá ýmsar upplýsingar
um dvalarstaði fisksins á ýmsum aldri, í viðbót við
það, sem menn vissu áður. Mætti í sambandi við
það segja margt hér, en læt mér nægja, að gefa yfir-
lit yfir vöxt og aldur fisksins við ýmsar strendur
landsins, ýtarlegra en eg hefi getað áður (sbr. skýrslu
1918 — 19), þó aðeins í lausum dráttum, því að til
útreikninga á allsherjar-meðalstærðum einstakra ár-
ganga hefi eg eigi haft tima. Fisk, sem er eldri en
10 vetra, tek eg eigi með, því að af honum hefi eg
eigi fengið nema fátt eitt, of fátt til samanburðar,
enda er þá allur stærðarmunur eftir aldri horfinn.
Samanburðurinn er þannig, þegar meðaltölum af mjög
fáum (2—3) fiskum og öllum brotum er slept
(Iengd í cm.).