Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 78
74
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
atvinnuvega þeirra, er á þeim hvíla, og þar með
leggja náttúrufræðislegan grundvöll undir þá atvinnu-
vegi, þeim til gagns.
1889 kom eg til Kaupmannahafnar til náttúrusögu-
náms, með dýrafræði sem aðalnámsgrein. Voru þá
Danir að koma á fót hjá sér lausri sjólíffræðisstöð
(Biologisk Station), hinni fyrstu á Norðurlöndum
fyrir forgöngu kennara míns próf. Lútkens og eins
af brautryðjendunum á þessu sviði, dr. C. G. J.
Petersens, forstöðumanns stöðvarinnar. Eg kyntist
þessum mönnum og var tvö sumur við sjóh'ífræðis-
nám, annað á stöðinni. Að loknu námi sótti eg um
styrk af dönskum sjóði (det Classenske Fideicommis,
sem Nellemann þá réð fyrir) til þess að ferðast fyrir
um Noreg í fiskifræðiserindum, en fékk ekkert, því
að fé var þá lítið fyrir hendi. Hvarf eg þá heim
sumarið 1894 og fékk um haustið stöðu við lærða
skólann, en hafði samt fullan hug á þvi að byrja
hér á einhverjum fiskirannsóknum í tómstundum
mínum. Sótti eg því til alþingis um 1000 kr. árlegan
styrk til þess konar rannsókna, og fékk 800 kr., en
varla hefði verið til mikils að fara frarn á stóra fjár-
upphæð. Þingið hafði ekki mikið fé handbært í þá
daga, og þingmenn voru sparir á fé.
Styrkur þessi var ekki svo hár, að eg gæti gefið
mig allan við fiskirannsóknum, og því síður, að eg
með honum gæti gert dýrar rannsóknir á sjó. Leit
eg svo á, að mér mundi verða mest úr honum með
því, 1) að fara um landið og hitta fiskimenn að
máli, fá bjá þeim upplýsingar um lífshætti nytjafiska
vorra og ýmislegt það, sem snerti veiðarnar, heyra
af gömlum og minnugum mönnum um breytingar á
ýmsu því viðvíkjandi og hins vegar fræða menn, þar