Andvari - 01.01.1921, Síða 83
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
79
manna, sem unnu það, dr. Schmidts og samverka-
manna haus, þeirra dr. Ove Poulsens og dr. J. N.
Nielsens. En þeir hafa fengið þakklætið í verðskuld-
aðri viðurkenningu útlendra vísindamanna.
Þegar Danir hættu rannsóknum sínum hér 1908,
færði eg dálítið út kvíarnar, þar sem eg fékk styrk
hjá alþingi til þess að leigja mér mótorbát og menn
til rannsókna innfjarða, sumurin 1908 og 1909, á
svæðum, sem »Thor« hafði lítið eða ekkert rannsakað,
Faxaflóa, Breiðafjörð, ísafjarðardjúp og Húnaflóa, og
reyndi þannig að fylla upp í eyðu í rannsóknum
Dana. Varð eg margs vísari um innfjarðalífið á hinu
umrædda svæði, eir.kum ungviðis helztu nytjafiska
vorra.
Sumarið 1912 fór eg til Kaupmannahafnar á fiski-
sýningu, en kynti mér um leið aðferðir, er þá voru
farnar áð tíðkast við aldursákvarðanir á fiskum. Það
var þá sem sé hugsun min, að fara að gefa mig
sérstaklega við þess konar rannsóknum á helztu nytja-
fiskum vorum, enda var það eitt af því sem gerleg-
ast var fyrir mig, með þeim lilla fjárstyrk og tak-
markaða tíma, sem eg hafði til rannsóknanna. Hefi
eg síðan aðallega gefið mig við þeim rannsóknum
og, hvað lax og silung snertir, í samvinnu við Norð-
manninn dr. Knut Dahl.
Eg hefi nú gefið stutt yfirlit yfir rannsóknir minar,
en áður hefi eg jafnharðan greint frá öllu hinu helzta
um þær í skýrslum minum til landshöfðingja og
stjórnarráðs, sem allar hafa birzt í Andvara, og eru
nú orðnar allþykk bók, (að þessari skýrslu meðtal-
inni nál. 900 bls.). Óneitanlega hafa þær margan
fróðleik að geyma og munu í framtíðinni verða
heimildarrit, sem taka verður tillit til og nokkuð má