Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 91
Andvari].
Einsteinskenning.
87
fastri grund undir fót, að byrjað sé á endanum, sól-
myrkvaleiðangrinum enska.
Þann 29. maí 1919 varð sólmyrkvi, sem sýnilegur
varð á svæði, sem tekur yfir bilið frá norðurkluta
Brazilíu þvert yfir Atlanzhaf til vesturstrandar Afríku
við Palmashöfða og þvert yfir Afríku til Tanganjika.
Sólmyrkvi þessi var einkarvel fallinn til rannsókna
þeirra, er nú mun iýst; almyrkva var lengi og gott
tóm var til athugana frá stöðum, þar sem endrarnær
er heiður himinn. Mönnum var svo títt um sól-
myrkvann, að þeir tóku þegar að hefja nndirbúning
til leiðangursins árið 1917. Valin var stöð í Norður-
Brazilíu, í bæ, sem Sobral heitir, í iíkinu Ceara
Það var meðal annars markmið leiðangursins að
taka mynd af stjörnum fast við sólina, meðan hún
væri myrkvuð. Einnig að þessu leyti var myrkvinn
1919 mjög hagkvæmur, með því að margar bjartar
stjörnur voru nálægar sólunni um þetta leyti. Var
því auðvelt að ná skýrum myndum. En því tóku
menn myndir af stjörnunum í grennd við sólina, að
menn vildu vita, hvort þær væru alveg nákvæmlega
á sama stað sem ef sólin væri þar ekki.
Pað kann nú að þykja kynlegt, ef menn fara að
hugsa sér það, að stjörnurnar, sem vitanlega eru í
hverfandi langri fjarlægð í samanburði við fjarlægð
sólarinnar, fari að breyta stöðu, þegar þær fyrir
sjónum vorum koma í grennd við hana. Og þess
væntust menn ekki heldur. En menn gerðu sér í
hugarlund, að Ijósgeislarnir frá stjörnunum mundu
sveigjast til eða að vissu leyti dragast að sólunni,
þegar þeir kæmu fram hjá sólunni á leið sinni til
jarðarinnar. Einstein hafði með skírskotun lil kenn-
ingar sinnar lýst yfir þvi, að svo myndi fara, og það
*6