Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 92
88
Einsteinskenning.
[Andvari.
var markmið leiðangursins að reyna kenning Ein-
steins um þetta atriði. Því að eins geta menn vænzt
að sjá slíka sveiging, er teknar eru myndir af stjörn-
um, sem blika í grennd við sólina, og það geta menn
því að eins gert, að tunglið skyggi á sólina. Pegar
venjulegt sólskin er, þá er birtan svo mikil, að al-
veg yfirgnæfir hinar daufu stjörnur.
Einstein hafði þá ráðið það af kenningu sinni, að
ljósgeislarnir að vissu leyti kæmu fram eins og
þyngd væri í þeim og drægjust að sólunni. Aðdrátt-
urinn er mjög lítill, svo lítill, að áhöld eru um það,
að vér getum fundið það. Hann gat líka reiknað,
hversu mikill var aðdrátturinn.
Nú fór svo, að Eddington prófessor, forstjóri sól-
myrkvaleiðangursins, komst að fastri raun um það,
að stjörnurnar með fram rönd sólarinnar lágu lítið
eitt á ská, samanborið við stöðu þeirra, þegar sólin
var ekki i grennd við þær. Með öðrum orðum: Beinir
ljósgeislarnir frá stjörnunum til jarðarinnar höfðu
sveigzt lítið eitt til við það að fara fram hjá sólunni.
Þeir höfðu sveigzt að sólunni, og stærð sveiging-
arinnar kom ágætlega heim við útreikning Einsteins.
Árangurinn bendir þá i þá átt, að kenning Einsteins
sé rétt.
Skýring þessa fyrirbrigðis, sem kalla má þyngdar-
afl ljóssins, frá kenningarinnar hlið, er í rauninni
mjög óbrotin, þó að hún sjálfsagt fyrst í stað þyki
harðla furðuleg.
Newton skýrir svo þyngdarkraftinn, að allir hlutir
(likamir) dragist hver að öðrum, og því meira sem
þeir eru þyngri; þenna aðdrátt köllum vér þyngdar-
afl. Newton var þá á þeirri skoðun, að þyngdaraflið
væri eiginleiki við hlutina, efnið, en að rúmið, sem