Andvari - 01.01.1921, Síða 100
96
Einsteinskenning.
[AndvarK
sambundnar vatninu; þær berast af straumnum með
sama hraða sem bann. Maðurinn þarf þá að eins að
athuga, hversu miðdepiilinn í hringbylgjunum flyzt.
og heíir hann þá fundið hraða straumsins í hlutfalli
við bátinn.
En það getur verið miklum erfiðleikum bundið
að finna miðdepilinn, því að hringbylgja heldst ekki,
heldur víðkar. Miðdepillinn er því ekki fastur á
hverju augnabragði. Maðurinn getur því viðhaft dá-
lítið breytta aðferð, sem miðar að hinu sama, en
er hægara að beita.
Hann getur kastað út 4 steinum samtímis, í norð-
ur, suður, austur og vestur. Steinarnir verða að koma
samtímis í vatnið og í nákvæmlega jafnlangri fjar-
lægð frá bátnum. Hver steinn kemur af stað hring-
bylgju, sem verður stærri og stærri og loks skellur
á bátnum. Ef vatnið er alveg í ró og lygnu, skella
allar bylgjurnar 4 á bátnum samtímis. En ef vatnið
streymir t. d. frá suðri til norðurs, skellur bylgjan
úr suðri fyrst á bátnum, af því að straumurinn ber
hana áfram. Síðan koma bylgjurnar úr austri og
vestri og siðast bylgjur úr norðri.
Ef þar á móti bylgjan úr vestri kæmi fyrst, myndi
maðurinn ráða af því, að straumurinn kæmi úr
vestri o. s. frv. Hann hefði þá einfalt ráð til þess
að sýna straumrennslið í vatninu.
Og þetta er í rauninni öll aðferðin, sem Michel-
son notaði til þess að sýna, að ijósvakinn streymi
fram hjá jörðunni. Bylgjurnar í Jjósvalcanum eru það,
sem vér nefnum ella Jjós. Báturinn svarar til jarðar-
innar eða herbergis þess, sem tilraunin er gerð
i. Tilraun sú, sem að ofan getur, miðar að þvi í
raun og veru að mæla hraða hringbylgnanna í